Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 69

Skírnir - 01.01.1907, Page 69
Eftir kristnilökuna. 69 en nokkrir stjórnvitringar hafa gert frá falli Aþenuborg- ar«. Prófessor Ker sýnir skarplega framþróun sagnalist- arinnar — á grundvelli hinnar föstu, viturlegu og sam- vizkulegu sagnaundirstöðu Ara. Þá er sú spurning næst, hvern þátt hin fræga forn- kirkja vor hafi átt í bókfræði vorri. Því má svara svo, að hún, eins og áður var sagt, lagði grundvöllinn með því stórræði, að gera sig þjóðlega og setja tungu Islend- inga í hásætið. Að öðru leyti er miður rétt að þakka kirkjunni beinlinis bóka- og sagnaritunina fornu, ein- ungis að því sé eigi gleymt, að kirkjan var handhafi þeirrar allsherjarmentunar, sem við þurfti, og að hún mest og bezt veitti höfundum bókanna fræðslu og kunnáttu. Bæði í Haukadal og Odda bjuggu lærðir menn, þótt sumir væri leikmenn, og svo hefir víða verið, og í klaustrunum og við biskupsstólana voru lærðir menn ávalt i fyrirrúmi. Þó má ekki þakka bókfræðina neinni stétt, stað eða stofn- un eingöngu: ö 11 þ j ó ð i n var allsherjar-höfundur vorra fornbóka. Um margar hinar stærri sögur þykjast menn mega fullyrða, að lærðir menn, klerkar eða munkar, hafi síðast frá þeim gengið. Þó voru hinir frægustu höfund- arnir, er vér þekkjum, þeir Snorri og Sturla, óvígðir menn, og lítt latínufróðir, að því er ætla má. Hitt er merkilegra, og stendur eflaust í sambandi við fríhyggju og stillingu klerka fornkirkju vorrar, að engin eiginleg listaverk g u ð f r æ ð i 1 e g s e f n i s liggja eftir þá. Þvi að helgi- mannasögur og homilíur teljum vér ekki listaverk. En í skáldskap liggur eftir þá nokkur allmerk kvæði og drápur um helga menn og hluti. Merkast frá þessum öldum og fram að 14. öld eru hin svo nefndu S ó 1 a r 1 j ó ð, og eru þó brot ein. L i 1 j a er yngri, en hún er hið lang hjart- næmasta trúrækniskvæði, sem Island á frá fyrri öldum. Klaustrunum eigum vér — og þar með fornkirkjunni — eigi lítið að þakka, einkum klaustrinu á Þingeyrum, sem á 12. öldinni bnr ægishjálm yfir öll hin klaustrin, enda var það elzt, og bezt allra klaustra í sveit komið. Þar sátu þeir Karl ábóti, er ritaði Sverrissögu, og hinir lærðu

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.