Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 59

Skírnir - 01.01.1907, Page 59
Eftir kristnitökuna. 59 vorum, svo eg' mtmi til; má og vera, að iiann hafi ekki •orðið g-amall maður, eins og títt þykir vera um afbragðs- menn og skörunga. Hafi honum auðnast lengri aldur til muna, má víst ætla, að hann hafi vel fylgt konungserindi á Islandi í því að efla. kristnina, því það var hans eigið mark og mið, en við stjórnarbrögð Olafs helga gegn frelsi íslendinga hefir hann aldrei verið riðinn, enda má vel vera, að hann hafi andast áður en Þórarinn Nefjúlfsson var sendur út hingað, en það var 8 árum síðar en frið- gerðin fór fram, að þvi er talið er. En hvað sem æfi þessa merkismanns hefir liðið, er sú ályktun alveg rétt, að minna og minna gætti ófriðarins á landi voru eftir kristnitökuna; miklu færra gerist sögu- legt með vigafar og sakferli, en fieiri og fleiri vandamál ná friðsamlegum úrslitum. Þótt sagan þegi að mestu hina fyrstu öld kristninnar, nema um þá feðga, biskupana Isleif (f 1088) og Gizur (f 1118), hefði Ari fróði varla þagað í sinni bók hefði stórar misfellur orðið á landsstjórn og kristnihaldi. En merkileg eru orð Ara um Skafta lögsögu- mann: »A hans dögum urðu margir ríkismenn ok höfð- ingjar sekir eða landflótta of víg eða barsmíðir at' rikis sökum hans ok landsstjórn«. Þettasýnir, að enn hefir þó annað veifið sótt í gamalt horf með ófrið og ójafnað. Það er og ekki kynlegt, heldur hitt, að S k a f t i er talinn frömuður slíkrar landhreinsunar. Allar sögur, sem nefna hann, lofa lög- speki hans, en engar nefna »ríki« hans eða harðfengi, enda lá ekkert framkvæmdarvald í höndum lögsögumanna. Samt sem áður mun Ari hafa fylgt réttri sögusögn: ofríkis- mál munu hafa mætt rneiri mótstöðu eftir komu kristn- innar en áður, ofrikismenn munu ekki hafa vaðið uppi eins og fvr, nýtt afl eða vald hefir verið komið bæði í lögréttuna og í fjórðungsdómana. Mundi það vald hafa verið hið endurreista goðavald, ásamt meinleysi nýju goð- anna? Alls eigi. Hið nýja vald hefir verið kristnin; það var hennar afl og andi, sem komið var inn á alþingi Islendinga og inn á hvert héiaðsþing, vorþing og leiðir. Nú fyrst eru nýir goðar komnir til sögunnar, ekki í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.