Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1907, Blaðsíða 30

Skírnir - 01.01.1907, Blaðsíða 30
30 Darwinskenning og framþróunarkenning. að framþróun líftegundanna yæri runnin af smávæg'ileg- um einstaklingsbreytingum, svipuðum þeim er enn getur að líta á dýrum og plöntum. 1 því að telja allar breyt- ingar náttúrunnar samfeldar fylgdi Lyell sömu tilhneig- ingu og margir lærðir menn á hans dögum, líffræðingar, jarðfræðingar, rúmfræðingar, stærðfræðingar, eðlisfræðingar og jafnvel efnafræðingar. Þessi trú á að allar breytingar væru samfeldar virðist af tveim rótum runnin; annars vegar stafar hún frá stærðfræðinni, eða nákvæmar til tekið frá rúmfræðinni og eðlisfræðinni í sameiningu, hins vegar á hún sér upptök í mannfélagsástandinu. Fyrst er þá að geta þess að rúmfræðingar 17. aldar voru önnum kafnir i því að ákveða svo nákvæmlega sem unt væri öll samfeld rúmfræðishlutföll; til þess að tákna þau fundu þeir stærðatákn, er síðan komu að góðu haldi við eðlis- fræðisrannsóknir á 18. öldinni, þar sem litið var á öll hlutföll eins og samfeldar tiltölur (fonctions continues). Vér sjáum að trú Leibniz á það að allar breytingar séu samfeldar er rígbundin við uppgötvun þess eðlisfræðilega og rúmfræðilega táknakerfis sem hvarfareikningurinn (calcul infinitésimal) er í fólginn. Hugmyndir Leibniz og sá hleypidómur rúmfræðinnar og eðlisfræðinnar að allar breytingar væru samfeldar styrktust við sigurvinningar hinnar stærðfrceðilegu eðlisfræði og hinna nýju sundurlið- unaraðferða og hafa á 18. og 19. öld haft áhrif á öll vís- indi, bæði stærðfræðileg vísindi og náttúruvísindi. Stærð- fræðingarnir hafa leitast við að fullkomna sundurliðunar- aðferðir sínar til þess að beita þeim við rúmfræðina og eðlisfræðina, en hafa vanrækt talnafræðina (theorie des nombres) sem fjallar um ósamfeld hlutföll, og hafði þó snillingurinn Fermat, þegar á 17. öld, svo aðdáanlega hrundið henni áleiðis; þeir hafa ekki fyr en í lok 19. aldar byrjað alvarlega að rannsaka ósamfeldar tiltölur. Jafnvel í efnafræðinni er það fyrst eftir ákafa baráttu, að vísindamenn hafa fallist á lögmálið um ákveðin hlutföll og játað að efnasamruninn væri ósamfeldur og í því ólíkur breytingum þeim er eðlisfræðin fjallar um. Vald stærð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.