Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 30

Skírnir - 01.01.1907, Side 30
30 Darwinskenning og framþróunarkenning. að framþróun líftegundanna yæri runnin af smávæg'ileg- um einstaklingsbreytingum, svipuðum þeim er enn getur að líta á dýrum og plöntum. 1 því að telja allar breyt- ingar náttúrunnar samfeldar fylgdi Lyell sömu tilhneig- ingu og margir lærðir menn á hans dögum, líffræðingar, jarðfræðingar, rúmfræðingar, stærðfræðingar, eðlisfræðingar og jafnvel efnafræðingar. Þessi trú á að allar breytingar væru samfeldar virðist af tveim rótum runnin; annars vegar stafar hún frá stærðfræðinni, eða nákvæmar til tekið frá rúmfræðinni og eðlisfræðinni í sameiningu, hins vegar á hún sér upptök í mannfélagsástandinu. Fyrst er þá að geta þess að rúmfræðingar 17. aldar voru önnum kafnir i því að ákveða svo nákvæmlega sem unt væri öll samfeld rúmfræðishlutföll; til þess að tákna þau fundu þeir stærðatákn, er síðan komu að góðu haldi við eðlis- fræðisrannsóknir á 18. öldinni, þar sem litið var á öll hlutföll eins og samfeldar tiltölur (fonctions continues). Vér sjáum að trú Leibniz á það að allar breytingar séu samfeldar er rígbundin við uppgötvun þess eðlisfræðilega og rúmfræðilega táknakerfis sem hvarfareikningurinn (calcul infinitésimal) er í fólginn. Hugmyndir Leibniz og sá hleypidómur rúmfræðinnar og eðlisfræðinnar að allar breytingar væru samfeldar styrktust við sigurvinningar hinnar stærðfrceðilegu eðlisfræði og hinna nýju sundurlið- unaraðferða og hafa á 18. og 19. öld haft áhrif á öll vís- indi, bæði stærðfræðileg vísindi og náttúruvísindi. Stærð- fræðingarnir hafa leitast við að fullkomna sundurliðunar- aðferðir sínar til þess að beita þeim við rúmfræðina og eðlisfræðina, en hafa vanrækt talnafræðina (theorie des nombres) sem fjallar um ósamfeld hlutföll, og hafði þó snillingurinn Fermat, þegar á 17. öld, svo aðdáanlega hrundið henni áleiðis; þeir hafa ekki fyr en í lok 19. aldar byrjað alvarlega að rannsaka ósamfeldar tiltölur. Jafnvel í efnafræðinni er það fyrst eftir ákafa baráttu, að vísindamenn hafa fallist á lögmálið um ákveðin hlutföll og játað að efnasamruninn væri ósamfeldur og í því ólíkur breytingum þeim er eðlisfræðin fjallar um. Vald stærð-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.