Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 65

Skírnir - 01.01.1907, Page 65
Eftir kristnitökuna. 65 var liann sendur af því landi til páfa, og var honum haldið þar um hríð í bezta yfirlæti; lærði hann þar á meðan það er hann mætti heilsusamlega kenna lýð þeim er nýlega hafði verið snúið til kristni«. Hann bætir við .(síðar) um kristnina á íslandi: »Biskup siun hafa Islend- jngar fyrir konung, og fer allur lýður eftir bending hans; halda menn það fyrir lög, er hann býður af guðs hálfu«. Nú þótt eitthvað sé ofaukið í þessu lofi, þá sýnir það og sannar álit pálmara og annara suðurfara, sem borið hafa tíðindi héðan suður á þýðverkst land. A þetta lof eink- um við tíð Gi/.urar. En hins vegar má fullyrða, að hið sérstaka frelsi og sjálfræði hinnar íslenzku kristni heflr hlotið að verða lífið og sálin bæði í kirkjunni sjálfri og landsstjórninni; má og finna til þess allmörg dæmi, ef rúmið leyfði. A yfirreiðum sínum hafa hinir fyrstu biskupar mjög eflt og trygt völd sín með frjálsum samþyktum við höfðingja og kirkjubændur, látið þá halda fullum forréttindum sín- um, en þegið vináttu þeirra og örugt fylgi í staðinn. Hin friðsamlegu afrek Gizurar biskups eru að minsta kosti •óskiljandi, liafi eigi svo verið. í lögréttu hittust aftur vinirnir, biskupar, klerkar, höfðingjar og goðar. Mun þar oftast nær alt hafa fram farið í makindum og með fullu samþykki alþýðunnar. Ófriður og lagaleysi verður full- komin undantekning, vopnaburður legst niður, en friður og löghlýðni verður reglan. Sérlegir trúmenn urðu Is- lendingar þó aldrei. Ofstæki og trúarvingl þektist lítt á þessu tímabili. Hinir venjulegu vorboðar kristinnar trúar: kraftaverk, vitranir, einsetulíf og píslarvætti gerðu lítið vart við sig á voru landi og miklu siður en annarstaðar á Norðurlöndum. Enginn íslendingur lét sjálfráður líf sitt viljandi fyrir trúna liina kristnu, og því síður nokkur heiðingi fyrir heiðnina; en i Noregi og hvar sem var annarstaðar létu bæði heiðnir menn og ókristnir lífið í sölur ef á reyndi fyrir trú og helga dóma. Og' þó verður kirkjan hér á landi fjörmeiri, framkvæmdarmeiri og lög- hlýðnari en annarstaðar. Hvað kemur til? Vér svörum: 5

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.