Skírnir - 01.01.1907, Page 36
36
Rembrandt.
nýju doktorum, Dr. Bode frá Berlín, má jafnvel segja
að hann bókstaflega hafi varpað ljósi yfir merkustu mynd
Rembrandts, þá er vanalega er nefnd »De Nachtwacht«,
því honum var á hendur falið hið vandasama og ábyrgð-
armikla starf, að hreinsa myndina áður en hún yrði flutt
í hinn nýja sal, sem gjörður var sérstakléga fyrir hana í
tilefni af hátíðinni.
Eins og seinna mun getið var þessi gimsteinn
hollenzkrar pentlistar fluttur úr ráðhúsinu og i hið nýja
»Rijksmuseum« árið 1886. Smiðurinn hafði ætlað henni
einni stóran sal, en ekki þótti honum hafa tekist að ná
réttri birtu á myndina. Kom þetta sérstaklega í ljós
nokkrum árum seinna, þegar Rembrandtssýningin mikla
var í Amsterdam og myndin var flutt á annan stað, þar
sem birtan féll öðruvisi á hana. Síðan heflr verið mikið
um þetta mál þrasað á Hollandi, en í sumar var loksins
gengið að því, að gjöra tvo nýja sali fyrir frægustu
myndir Rembrandts. Salir þessi voru hátíðlega vigðir í
viðurvist ekkjudrotningarinnar og Henriks prins, og nokkr-
um dögum síðar var almenningi veittur aðgangur að
þeim. Inn í helgidóminn leiðir nokkurs konar anddyri,
prýtt myndum eftir Lastman, kennara Rembrandts, og er
það nokkurs konar undirbúningur undir að sjá og
skilja hve lærisveinninn í alla staði er fremri meistara
sínum.
II.
Leiden er einhver merkasta borgin í menta- og lista-
sögu Hollands. 1575 var þar stofnaður háskóli í viður-
kenningarskyni fyrir hve hraustlega borgin hafði varist
gegn Spánverjum. Þessi háskóli var um þrjár aldir
mjög frægur og sóttu hann menn úr fjarlægum löndum,
jafnvel íslendingar stunduðu þar nám, eins og t. a. m.
Gísli Magnússon sýslumaður, Þorkell Arngrímsson o. fl.