Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 50

Skírnir - 01.01.1907, Side 50
50 Rembrandt. þau beztu vinir og unnu í sameiningu fyrir meistaranum þegar gjaldþrot og fátækt kreptu að honum. Hið eina sem bendir til þess, að Rembrandt ef til vill hafi átt Hendrickje eftir á er það, að ættingjar Saskiu fóru í mál út úr Titusar og heimtuðu, að Rembrandt hætti að vera fjárhaldsmaður hans, en eftir erfðaskránni átti hann að vera það ef hann giftist ekki aftur, eins og fyr hefir verið sagt. Málinu lauk svo, að 17. d. maim. 1656- var Jan nokkur Verbout settur fjárhaldsmaður Titusar,. enda hafði faðir hans aldrei verið neinn góður búhöldur eða reikningshaldari. Skömmu eftir varð Rembrandt gjald- þrota og skuldheimtumenn hans þrengdu að honum á alla vegu. Samt hélt hann áfram að búa í húsinu sínu þang- að til í desember 1657 og sýnist heimilislíf lians hafa verið farsælt, þrátt fyrir fátæktina, og samkomulagið hið' bezta. Rembrandt varð að viðurkenna, að hann var illa fallinn til að ráðstafa peningum, og í erfðaskrá þeirri, sem Titus gjörði um þessar mundir, þá arfieiddi hann Hendrickje og dóttur hennar Corneliu *), en þó með þeim skilmála að þau ælu önn fyrir föður hans. I byrjun ársins 1658 varð Rembrandt að flytja úr húsi sínu; skuldheimtumennirnir tóku alt sem hann átti, og ekki að vita hvernig farið hefði fyrir honum ef hin trygga Hendrickje hefði ekki gjört síðustu tilraunina til að koma heimilinu á laggirnar aftur. I félagi við Titus setti hún á stofn litla verzlun með myndir, glysvarning og forn- gripi, en til þess að skuldheimtumenn Rembrandts skyldu ekki geta tekið neitt af þeim, var Rembrandt sjálfur ekkert við verzlunina riðinn, nema sem ráðanautur og svo að hann dró upp myndir og málverk, sem þau seldu, en þau lögðu til efnið: léreft, pappír, liti o. s. frv. Var mjög vel um hnútana búið, og er líklegt að lögfróðir menn *) Rembrandt og Hendrickje áttu tvær dætur, en önnur dó kornung. Cornelia var bið eina af börnum Rembrandts, sem lifði föður sinn. Hún giftist og fór til Java; þar átti hún tvo syni, sem voru látnir heita í höfnðið á foreldrum hennar: Rembrandt og Hendrick.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.