Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 23

Skírnir - 01.01.1907, Side 23
Darwinskenning og framþróunarkenning. 23 1 ættir, eða er hún sameiginleg frá upphafi? Reynsla De Yries virðist benda á að seinni tilgátan sé rétt, með því að hún sýnir oss að stökkbreytingin kemur í ljós sam- tímis á heilum hóp einstaklinga. Sú tilgáta, að tegundir myndist við snögga breytingu, virðist auk þess betur en hin gagnstæða tilgáta koma heim við hinar nýju kenningar um efnaeðli lífsins. Vís- indamenn þeir er hafna kenningunni um sérstakt lífsafi (vitalisme) telja lifandi efni frábrugðið lífvana efnum, annaðhvort að eðliseinkennum eða bæði að eðliseinkenn- um og efna, eða þá að efniseinkennum einum. Þessi hin síðasta tilgáta er algengust um þessar mundir. Hún gefur í skyn með allsterkum líkum að það sem greini eina lif- andi tegund frá annari sé efnasamsetning hennar. En efnabreytingar eru í því frábrugðnar eðlisbreytingum að þær eru snöggar og ósamfeldar, að minsta kosti er efni sameinast, hvað sem er urn sundurleysingu þeirra. Það er því ekkert ólíklegt, að uppruni nýrrar tegundar líkist fremur því er vatn myndast af frumefnum sínum eða sprengitundur springur, heldur en því er járnstöng hitnar smám saman. I tilefni af þessu dettur mér í hug gaman- yrði föður míns í viðræðu við Sainte-Beuve, skömmu eftir að bók Darwins kom út: »Ef til vill er maðurinn skrið- inn úr eggi krókódils sem komst í strand«. Tegund hver væri þá i eins konar stöðugu jafnvægi, sem roíist gæti, eða breyzt snögglega í annað jafnvægi, en gæti ekki breyzt smám saman. Henni væri líkt farið og teningnum; hann sezt í stöðugt jafnvægi á hverjum fieti sínum er vill, en má eigi haldast í millistöðu. Niðurstaðan er þá sú, að Darwinskenningin er ekki annað en ein framþróunartilgáta meðal annara; og það er ekki ein heldur margar myndir framþróunarkenningar- innar sem frábrugðnar eru Darwinskenningunni. Sumar af þessum tilgátum hafa jafnvel, að ininni vitund, aldrei verið settar fram ennþá. Eg skal að eins nefna tvær, er kalla mætti W e i s s m a n n s - L a m a r c k s k e n n i n g eg C u v i e r s - f r a m þ r ó u n a r k e n n i n g. Eitt af

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.