Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 11

Skírnir - 01.01.1907, Side 11
Kveldræður. 11 S t e i n n. Eg efast ekki um að þessar síðustu hugleiðingar muni vcra réttar, en hitt er þó efamál, hvað vel þær eiga við þarna; því að eins og þú gefur í skyn, munu það ekki vera neinir spekingar, sem hafa gert orðið sérvitringur að lastmæli. En sleppum þessu orðatali og víkjum aftur að því sem þú sagðir um leiðrétting allra mála síðar meir. Mér virtist það nokkurs konar trúarjátning og þótti gott að heyra. Þ o r m ó ð u r. Engin trúarjátning var það. Trú er, eins og þú veizt, sannfæring um þau efni, sem menn vita ekkert um, og á sér þvi ekki stað hjá þeim sem hugsa eða leitast við að hugsa vísindalega. En það sem eg átti við er að eins von, er mest byggist á vitneskjunni um vanþekkingu vora. Þó að mikið sé þegar að gert að ýmsu leyti, þá eru þó miklar líkur til, eins og eg drap á áðan, að landnám í heimi vísindanna megi naumast heita meir en ný- byrjað; svo mikið sé þar ónumið enn. Þess vegna getum vér sagt: »óvist er at vita«. Það má alt af vona að það séu perlur á botni þess hafs, sem ekki verður kafað. Og því skyldu menn ekki, sér til gamans, gera sér í hug, að í djúpinu kunni að vera perlur, sem náist siðar meir með fullkomnari færurn. En auðvitað má ekki sú hugsun verða svo rík, að hún tefji eða trufli siglingu vora. Og það sem vér vonumst eftir, er ekki »hinum megin« heldur framundan. S t e i n n. Eg skil ekki til fulls hvað þú fer; en nú er fram- ■orðið og skulum við fara að hætta þessu tali. Þormóður. Fáein orð enn. Ein afleiðing þessarar skoðunar, sem eg drap á, hlýtur að vera sú, að þýðing barnanna, næstu kynslóðarinnar, verði mönnum enn þá meir í augum uppi

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.