Skírnir - 01.01.1907, Page 88
88
Ritdómar.
þau komu út í »Svanhvít« fyrir mörgum árum, t. d. »Sveinr*
Dúfa«, »Stúlkan í kotinu<( og »Döbeln«. Mun því margur liafa
þráð að sjá þau aftur á prenti, því »Svanhvít« mun fyrir löngu
uppgengin. Þau af kvæðum Geroks. sem í þessu bindi birtast,.
man eg ekki til aS hafa séð á prenti áSur. En gullfögur eru þau,
eins og margt af ljóðum þess skálds. Sjálfsagt má telja þau með-
hinum fegurstu blómum sem sprottið hafa í garSi kirkjunnar fyr
og síðar. Og Matthías skemmir þau ekki í þýðingunni.
Þar næst er ljóðaflokkur, sem heitir »Frá Danmörku«. Þau
kvæði munu ort í síðustu utanför skáldsins. Af þeim þykir mér
kvæðið »Eyrarsund« fegurst. Sannari lýsingu getur varla á strönd-
um þess, en að
»— hýrustu höfuðból
hallir og mentaskjól
skiftast við laufsvala lundi«.
KvæðiS »Kaupmannahöfn« byrjar með þessum hendingum :
»Sér þar í sólþoku skóg
af siglum og gnæfandi turnum«.
Þeir, sem einu sinni hafa siglt inn eftir sundinu í sólskini, munu
kannast við, að myndin er rétt, þótt ekki séu drættirnir fleiri.
Sólþokunafnið líkar mór vel á hittni ljómanai móðu, sem lykur um
stórbæi tilsýndar. Hvin er fegurri í fjarska en þegar inn í hana
er lcomið. »Hafnarsæla« er einnig ágætt kvæði. Hver unglingur,.
sem hyggur á utanfarir, hefði gott af að kunna það, og gleyma
því aldrei, því það geymir sannleika og lífsspeki. — Þá kemur
flokkur, er heitir »Ýmsir kviðlingar«. Af þeitn þykir mór kveða
mest aö kvæðinu til Poestiotis. Eg get varla stilt ntig um að setja
hór samanbttrð hans á gullinu:
»Veit eg, sú vegsemd er stór, er Vilhjálmur keisari og Bismarck
reiddu sinn ómælis-auð anstur ttm gullfræga Rín.
Þeir sóttu gull, þetta gull, sem gert hefir manninn að ormi,
bræðttr að bönum, og lagt borgir og þjóðlönd í auðn«.
En það er ekki þetta gull, sem Poestion ágirnist. Utn hantt stend-
ur síðar í kvæðinu :