Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 20

Skírnir - 01.01.1907, Page 20
20 Darwinskenning og framþróunarkenning. taka baráttu lífveranna hverrar við aðra til greina, til þess að skilja hvarf þeirra. Darwin segir oss t. d. að fiskategund ein eigi svo mörg hrogn, að ef lifandi fiskur kæmi úr hverju hrogni, og þessir fiskar ættu svo aftur hrogn, þá yrðu að nokkrum kynslóðum liðnum öll höf hnattarins troðfull. En þetta sannar ekki að hrognin eða fiskarnir farist sökum baráttunnar sem lifendur heyja hverir við aðra. Það getur blátt áfram komið af því að þeir hafa átt við eðlis-efnaleg (physico-chimiques) kjör að búa, sem hafa haft tortímingu þeirra í för með sér. 2. Náttúruvalið. — Darwin kennir að náttúruvalið, sem varðveitir að eins þá einstaklinga er gæddir eru sér- staklega lífvænlegum eiginleikum, safni þessum eiginleik- leikum fyrir og efli þá frá einni kynslóð til annarar, þang- að til loks komi fram ný tegund, og séu þá einstaklingar hennar frábrugðnir öllum þeim tegundum sem ekki hafa þessa eiginleika, eða hafa þá ekki nema af hendingu og á lágu stigi. — En það er þarfiaust að taka náttúruvalið til greina til að skýra tegundarbreytinguna, segir þá Lamarckingurinn. (ferum ráð fyrir að breyting yrði á eðlis-efnalegu umhverfi nokkurra lifandi vera. Það fer fyrir þeim alveg eins og ólífrænum hlutum, er settir væru í þetta umhverfi. Sumir færu forgörðum (lífsbaráttulaust); aðrir héldust við, og nokkrir þeirra tækju breytingum (náttúruvalslaust). Þetta er fyrir þá sök, að framhald þeirra eðlis-et'nalegra verkana í heild sinni, sem eiginlegar eru þessum líkömum, hvort sem þeir eru ólífrænir eða lifandi, er ýmist samþýðanlegt eða ósamþýðanlegt öllum þeim eðlis-efnalegum verkunum, sem tilheyra hinu nýja umhverfi sem þeir eru komnir í. Það er ekkert sérstak- Iegt lifandi verum. Þegar þessar tvær heildir eðlis-efna- legra verkana eru samþýðanlegar hvor annari, þá má ef vill segja að líkaminn sé »samlagaður« umhverfi sínu. Þegar breytingar á umhverfinu leiða af sér sérstakar breytingar á eðlis-efnalegu ástandi líkamans, án þess að ónýta hann, þá má ef til vill svo að orði kveða að lík- aminn »hafi samlagað sig« hinu nýja umhverfi sinu. Með

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.