Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 58

Skírnir - 01.01.1907, Page 58
58 Eftir kristnitökuna. aldarmaður« mikill. Víst má það til sanns færast, en í fegursta skilningi orðsins hefir hann það verið. Einkum sýnir friðgerðarsagan það í sögu Olafs helga. Kon- ungurinn sendi Hjalta orð og bað hann koma á fund sinn. Ætlar B. M. 0. að konungur hafl hugsað sér að nota hann til þess að ráða ísland undir sig, en að svo hafi verið sést ekki af sögunni; en hafl svo verið, þá heflr konung- ur þó hlotið að skoða H. meiri vitsmunamann en í meðal- lagi. Tvent er til um ferð Hjalta, sem liggur nær eða næst, en það er að Olafur digri vildi njóta ráða Hjalta til að styrkja kristinn rétt á islandi; svo og mætti ætla, að konungur hafi þar hjá viljað nota hann við friðgerðina við Olaf skautkonung. Og undarlega kemur ella við sagan um félagsskap Hjalta og Bjarnar stallara, sem sagan lætur hafa fengið þennan Islending til að vera sín önnur hönd. Eg les svo »milli línanna«, að eitt af tvennu er ekki rétt frásögnin, eða að samband þeirra félaga hafi verið ráð kommgs, og að svo hafl verið benda skilnaðarorð konungs við Hjalta: »Bæta mun þat til um ferð þessa, at þú farir með þeim, því at þú heflr oft reyndr verit at hamingju«. Mun konungur hafa vitað, að kunnleikar voru milli Hjalta og Ingibjargar Tryggvadóttur, konu Rögnvalds jarls í Skör- um. Þetta brást og ekki, því Ingibjörg tók Hjalta með kostum og kynjum »ok hvarf til hans«, o: kysti hann, er þau fundust. Ráðsnilli Hjalta kom og glæsilega fram við hirð hins vandstilta Ólafs sænska, er var líkur Sigríði stórráðu móður sinni að ofmetnaði, ekki síður en hatri til Norömanna. Er fátt skoplegra en samtal og viðureign Ólafs Svíakonungs og Hjalta. Ilöfðu og skáldin hin is- lenzku vel í garðinn búið fyrir Hjalta og sagt konungi, að H. væri mestur maður »á því landi«; lét konungur sér það vel skiljast og alt féll í ljúfa löð milli þeirra. Auð- vitað var það Þorgnýr lögmaður en ekki Hjalti né þeir félagar, sem lægðu rosta konungs, en að Hjalta fórst mæta vel þessi forsending er víst, enda leysti Ólafur Noregs- konungur hann út með vingjöfum og blíðu að skilnaði þeirra. Síðan getur ekki Hjalta Skeggjasonar í sögum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.