Skírnir - 01.01.1907, Page 49
iíembrandt.
49
-einn dugandi málara, tók sér önnur átrúnaðargoð og
setti þau í öndvegið. Árið 1647 fóru ættingjar Saskiu að
hugsa um, að Rembrandt sæti í óskiftu búi og að ekki
hefði verið hugsað um að verðleggja eigur þeirra lijóna
■er konan dó. Það er ekki gott að segja hvaða rétt þeir
höfðu til að skifta sér af þessu, fyrst Rembrandt átti að
hafa yfirráðin yflr arfl sonar síns, ef hann ekki giftist
aftur. En þó að þetta kæmi ekki Rembrandt til hugar,
þá má þó vera, að eitthvað hafi kvisast um, að hann
^ætlaði að eiga fóstru Titusar, sonar síns. Geertje Dirce
var ekkja, sem Rembrandt tók fyrir barnfóstru skömmu
•eftir dauða Saskiu. Hún heflr sjálfsagt ætlast til þess,
að verða seinni kona hans, því hún arfleiddi fyrst Titus
að öllura eigum sínum, en ónýtti aftur erfðaskrána 1649
og kærði Rembrandt fyrir að hafa svikið hjúskaparheit
við sig. Rembrandt neitaði því fastlega, enda kom í ljós,
að Geertje var geðveik og hafði sennilega verið það áður;
•en orsökin til þess, að geðveikin kom þá fyrst í ljós, mun
hafa verið afbrýðissemi, því einmitt um þessar rnundir
kemst Rembrandt í kynni við unga stúlku, Hendrickje
•Stoffels, sem hann síðan bjó með og eignaðist börn með.
Hendrickje var 23 ára gömul þegar hún kom til Rem-
brandts; var hún lagleg, glaðleg og um fram alt góðleg.
Er til af henni mjög góð rnynd í Louvre í Parísarborg,
auðvitað gjörð af Rembrandt. —
Sumir halda að hann hafl gifzt henni síðar meir, en
.allóliklegt er það, með því að ákvörðun Saskiu í erfða-
skránni var því til fyrirstöðu og Rembrandt alls ekki
mátti missa af arfinum, því að það var sama sem að
verða fátækur og ef til vill verða að hætta við pentlist-
ina. En að engin dul hafl verið dregin á sambúð þeirra
•og að vinir hans hafi talið Hendrickje húsmóður má sjá
af öllu. Samt hneykslaði hún marga og varð til þess að
ríkir og »rjettlátir« kalvinskir borgarar kynokuðu sér við
að leita til Rembrandts til þess að fá myndir af sér. En
'Titus sonur hans leit öðrum augum á Hendriekje; voru
4