Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 7

Skírnir - 01.01.1907, Page 7
Kveldræður. 7 hafa verið unnin þau hrvðjuverk, að sögur fara ekki af öðrum verri. Þegar eg lít á alt þetta, finst mér það mega heita slysni, að forfeður vorir neyddust til þess endur fyrir löngu, að fara ofan úr trjánum og verða menn. Þ o r m ó ð u r. Þú virðist hugsa svipað og eitt af vorum beztu skáld- um, Stephan G. Stephansson, er hann kveður svo: Því jafnvel í fornöld sveif hugur eins hátt. Og hvort er þá nokkuð sem vinst? En eg er viss um, að þeim er svo hugsa, er óþarflega svart fyrir augum. Það er enginn vafi á því, að allan þann langa tíma — lang lengsta kaflann, sem af er ævi mann- kynsins — er menn höfðu ekki önnur verkfæri en trjá- lurka og lítt tilhöggna hnefasteina eða ótilhöggna, þá sveif hugur mannanna æði miklu lægra en síðar. Yeit eg nú raunar, að skáldið mun aðallega eiga við blóma- öld Orikkja, en hún liggur býsna langt frá fornöld mann- kynsins, svo langt, að oss liggur við að kalla þá Aristo- teles og Herbert Spencer samtíðarmenn, þegar við miðum þá við frumherja mannkynsins langt aftur á steinöldum. Vér getum verið alveg vissir um það, að framför hefir átt sér stað og hún mikil, og annað það, að fram- farirnar verða því hraðstígari sem fram í sækir. Þó að vér hefðum með 10000 ára millibili komið til forfeðra vorra á elztu steinöld, áður en þeir kunnu að binda á skaft steininn sem þeir höt'ðu í hendina, þá hefðum vér séð lítinn sem engan mun á þeim lífsþægindum sem þeir gátu afiað sér eða á skoðunum þpirra á sjálfum sér eða umheiminum; en aldrei hefir munurinn í þeim efnum verið meiri en siðustu 2—300 árin. Og þrátt fyrir þenna afturkipp sem þú mintist á, er þó ýmislegt, sem bendir á að einmitt nú sé tímamót í sögu mannkynsins, mikilvæg- axd en nokkurn tíma hafa vei’ið áðui', svo mikilvæg, að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.