Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1907, Blaðsíða 80

Skírnir - 01.01.1907, Blaðsíða 80
«0 Kormakur og Steingerður. hans í snæðingi. Kormakur sat utar við dyr í tjaldinu og drakk ítvimenning á Steingerði. Er heim kom úr leiSangrinum býr Þorvaldur tinteinn skip sitt -til Danmerkur og SteingerSur með honum. Litlu síðar fara þeir 'bræður sömu leið. Hitta þeir Þorvald, og höfSu þá víkingar rænt öllu fé hans og tekið Steingerði. Ráðast þeir bræður á víkinga og ná Steingðrði og færa hana Þorvaldi. Þorvaldur bað SteingerSi nú fara með Kormaki ; sagSi hann drengilega hafa eftir sótt. Kor- makur kvaS þaS vilja sinn. Steingerður kvaðst ekki skyldu kaupa um knífa. Kormakur kvað og ekki þess mundu auðið verSa ; kvað illar vættir því snemma hafa skirt eða ósköp, og baS Steingerði fara með bónda sínum. Fóru þau heim til Islands. En þeir bræður fóru og herjuðu um Vesturlönd. Þar fell Kormakur — um þrítugt aS aldri — ef sögunni má trúa. I síðustu vísunni, sem til er eftir hann, minnist hann Stein- gerðar eins og f hinni fyrstu. Þetta var fyrir 9—10 öldum. En ástir Kormaks og Stein- ■gerðar gleymast ekki. GlæSur þeirra lifa enn í vísum Kormaks. Hin stutta, hraðorða frásögu sögunnar geymir myndir þeirra — hverfular skuggamyndir á rökkurt.jaldi löngu liðinnar aldar. Myndir manns og konu, sem sjást og unnast, finuast og skilja, kyssast — og hverfa. Saga þeirra er : aðdráttur og hrinding, ástin sem tekur •og ástin sem sleppir um leið og hún fær handfestu, því að : Astin hefir hýrar brár, en hendur suudurleitar; ein er mjúk en önnur sár, en þó báðar heitar. Kormakur. — Skáldið, sem elskar frá fyrsta augnakasti; skáld- /ið, sem fagur fótur vekur æfilanga ástarþrá; skáldið, sem ástin , verður að lofsöngsljóðum um unnustuna; skáldiö, sem hefir óbeit a öllum böndum ; skáldið, sem unnustan er næst þegar hún er fjærst; , skáldið, sem á ódauöleg ástarorð á vörum, en flyr framkvæmdirnar; skáldið, sem gleymir því stundum, að konan hefir bæði sál — og líkama.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.