Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 41

Skírnir - 01.01.1907, Page 41
Rembrandt. 41 þegar er um getið, líkaði Rembrandt ekki eins vel við kenn- arann eins og vini hans hafði gjört, þótti myndir hans ekki nógu náttúrlegar og blátt áfram; hann sneri þvi brátt heim aftur til Leiden og vann af miklu kappi til að fullkomna sig sjálfur. Orlers nokkur, borgarstjóri í Leiden um þessar rnundir, segir um hann, að hann á þessum árum hafi unnið án afláts svo lengi sem dagsbirt- an entist, en ekkert vita menn um vinnu hans fyrstu þrjú árin eftir heimkomu hans til Leidens. Fyrstu tvær myndir, sem menn vita um, málaði hann árið 1627, og eru þær báðar til, önnur á málverkasafninu í Berlin, en hin í Stuttgart. Hin fyrri sýnir gamlan, farinn mann, sem situr við borð. Blöðum og reikningsbókum er hrúg- að í kringum hann, og á einni skruddunni til vinstri handar honum stendur digur peningapyngja, en beintfyr- ir framan hann metaskálar. Hann heldur á kerti i vinstri hendi, og leggur birtuna á peningahrúgu, við hliðina á metaskálunum. Þó að myndin sé fremur vel máluð gat samt engum, sem hana sá, dottið í hug, hvílík meistara- verk mundu koma frá sömu hendi. Hin myndin sýnir postulann Pál í dýflissu, og hafa báðar myndirnar sömu kosti og galla: þær lýsa báðar skarpri eftirtekt málarans, en einnig skorti á þori til að láta hana koma fram á léreftinu. En upp frá þessu vex orðstír hans fljótt. I febrúar 1628 kemur fyrsti lærisveinn hans til hans, og var Rem- brandt þá að eins 21 árs gamall. Þessi lærisveinn varð síðar mjög frægur sjálfur, því það var G e r a r d D o u. Haim lærði hjá honum í þrjú ár, þangað til Rem- brandt fluttist til Amsterdam. Orsakirnar til að Rembrandt flutti búferlum frá fæðingarborg sinni voru margar. Fyrst var það, að faðirhans dó 1630 og við það breyttist margt og mikið í heimahúsum hans. Því næst var bezti vinur hans, Jan Lievensz, farinn burtfrá Leiden, og loksins var meira útlit til að afia sér fjár og frama í Amsterdam, höfuðborginni og aðsetuistað auðkýfinganna, en í Leiden,. sem um fram alt var háskólaborg. Rembrandt varð brátt

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.