Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 46

Skírnir - 01.01.1907, Page 46
4G Rembrandt. síðar Saskia sjálf. í september 1641 átti hún son, Titus, sem lifði móður sína, en upp frá því var hún aldrei frísk; heilsa hennar fór hnignandi allan veturinn og 5. d. júním. 1642 var hún svo aðframkomin að þörf þótti, að hún gjörði erfðaskrá sína. Aumingja litla Saskia! hún von- aði enn, að sér mundi batna; hún var til þess að gjöra svo ung og hana langaði til að lifa mörg ár enn þá með manni þeim, sem hún elskaði meir en alt annað á himni og jörðu. Tilhugs- unin um, að hann gæti kvongast aftur, að önnur kona gæti tekið sess hennar i hjarta hans og húsi, fanst henni óbærileg. Hvorttveggja kemur fram í erfðaskrá hennar, vonin um að henni batni í því, að hún talar um þau börn, er hún ef til vill enn kunni að eignast; en afbrýðissemin og hræðsl- an um manninn fyrir öðrum konum í því, að hún gjörir þá ákvörðun, að ef hann giftist aftur, þá missi hann af arfi þeim, sem hún áskilur honum. En með þessari ákvörðun bakaði hún manni sínum margar áhyggjur og syni sinum sorglega æsku. Hún andaðist hálfum mánuði seinna og var jarðsett í Oudekerk í Amsterdam. Rembrandt harmaði mjög dauða hennar, enda er nú gleðin og farsældin á enda, jafnvel frægðin snýr við hon- um bakinu. Sama árið sem Saskia dó málaði Rembrandt hina stærstu og merkilegustu mynd sina, sem nú er heimsfræg,. en þá vakti óánægju og varð orsökin til þess að pantan- irnar minkuðu og að fátæktin sótti hann heim. Þessi mynd, sem sjá má hér að framan, er bezt þekt undir hinu villandi nafni »De Nachtwacht«, en rétta nafnið mun vera »Het korporaalschap van Banningh Cock«. Saga hennar er svo merkileg og kemur svo mjög við æfisögu Rembrandts, að nauðsynlegt er að minnast á hana. Á 17. öldinni var engin regluleg herþjónusta komin á í Hollandi, en í öllum borgum höfðu heldri manna synir félög eða gildi með sér til að æfa sig í vopnaburði, eink-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.