Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 70

Skírnir - 01.01.1907, Side 70
70 Eftir kristnitökuna. munkar Gunnlaugur og Oddur, er rituðu margt, þ. á. m. sögu Ólafs Tryggvasonar á latínu, sína hvor. Gunnlaugur varð síðar frægur fvrir uppreist sína móti öfgum og þráa Guðmundar biskups góða. Mun honum hafa blöskrað, þótt munkur væri, þegar setja átti hvert svo kallað páfaboð ofar en fornhelg landslög og gömul kirkjuréttindi þjóðar- innar. En höfuðmaður mótstöðunnar hafði Jón Lofts- son verið; var hann þá fallinn frá (f 1197). Á hans dögum hófst afturförin og hin banvæna deila milli is- lenzkra kirkjuhöfðingja og erkibiskupanna í Niðarósi. Þorlákur helgi átti í þungu stríði við .Tón, en hann vann litið á. Og stóð Jón þó hallur að vígi, þvi að systir bisk- ups var unnusta Jóns og hann margsekur í þeim efnum eins og íiestir höfðingjar hér og í Noregi á þeirri spiltu tíð. Má sjá á þeim þætti í sögum Þorláks, sem snertir viðureign hans og Oddaverja, hversu mjög hinum stórláta en frálslynda og stórvitra höfðingja svall móður þegar kirkjuvöldin voru heimt úr höndum hans og annara lands- manna: »Vera iná«, mælti hann, »að páfinn sé vitur maður, en ekki er hann vitrari en vort foreldri«. Sá Jón eflaust fyrir hvernig fara mundi. Síðasta árið, sem hann lifði, var hann neyddur til að láta gera um hið ljóta Lönguhliðarbrennumál. Mun honum þá hafa litlu betur litist á frelsi Islands í hinum veraldlegum efnum. Kvaðst hann og aldrei hafa fengist við svo ill málefni. Skömmu seinna tók hann banasótt sína. Hann var þá staddur á öðru stórbúi sínu, Keldum, og hafði látið þar reisa klaust- urhús og nýja kirkju. Lét hann leiða sig út í dyr, og er hann horfði á kirkjuna mælti hann: »Þar stendr þú kirkja min; þú harmar mik, en ek harma þik«. Og þegar vér nú á dögum lítum til baka og dáumst að vorri »gullöld«, vorri fornu kirkju, forna frelsi og fornu bókmentum, má oss eitthvað sviplíkt detta í hug og Jóni Loftssyni foi'ðum Með aðdáuninni fylgir eftirsjón og angurblíða. Matth. Jochum=ison.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.