Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1907, Side 68

Skírnir - 01.01.1907, Side 68
68 Eftir kristnitökuna. hinnar latínsku raentunar, kemur það eigi af því, að höf- undana hafi vantað reglubundna bókfræðslu«. »Til þess að sýna hvernig ísland tók þátt í hinum algenga raiðaldafróðleik, er Hauksbók valið dæmi. Hún er blendingssafn, eins konar alfræðasafn, er íslenzkur ríkismaður hefir látið rita. Þar íerVöluspá og L a n d- n á m a, en svo fylgja mikil kynstur alls konar miðalda- fróðleiks: T r o j u s a g a, saga Goðfreös af Monmouth og hin vinsæla vísindabók E 1 u c i d a r i u s. Sögurnar tæmdu ekki allan anda Islands. Landið var partur hins kristna heims og girntist hinn sama fróðleik sem t. d. Frakkland og Þýzkaland. En sögurnar eru alt að einu, ef alls er gætt, engu minna furðuverk fyrir það; íslenzkt lesmál rýrnar hvergi fyrir það að það stendur nærri almennri latínskri mentun. Sögurnar eru því stærri undur þegar þess er gætt, að frumleiki hinna íslenzku sagna var eins nærri að falla fyrir hinni sömu freistni, sem kipti vexti úr ensku bókagerðinní og nær því kæfði hina fornþýzku: freistninni að taka upp hið steingerða form hins arfgenga miðaldaskóla«. »öll saga íslands er eins og kraftaverk. Nokkrir sið- litlir ríkismenn fiytja búferlum frá Noregi sakir þess að landsstjórnin þar í landi fer að verða siðmentuð og af- skiftasöm. Þeir nema land á íslandi til þess að varðveita, ef svo vildi auðnast, sína fyrri siðu óbætta, hið forna frelsi. Þetta líkist stjórnleysi. En óðara fara þeir að mynda og koma sér saman um þjóðfélag; þeir setja sér lög og það mjög svo viturleg; þeir senda fulltrúa heim til móðurlandsins til að nema þar lagavenjur og færa sér síðan. Við hinu mátti heldur búast, að þeir gleymdi öllu fyrir basl og baráttu við erfiðleika hins nýja lands; að þeir hefðu orðið heimskir búrar án sagna og kveðskapar. En hið sanna var, að íslendingar rluttu með sér mannvit Noregs. Þeir verða til þess að rita sögur konunganna og um afreksverk goðanna. . . . Hið sanna er, að þessir upp- reistarmenn og þjóðveldi þeirra, voru vitrari, fastari fyrir, skildu betur stefnumark sitt og hvað þeir höfðust fyrir,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.