Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 60

Skírnir - 01.01.1907, Page 60
60 Eftir kristnitökuna. stað hitina fornu, heldur eru hinir fornu orðnir n ý i r. nýir menn; þeir hafa reist kirkjur eða hafa kirkjur í hug, eru aftur orðnir »andlegir« höfðingjar, en ekki eins og fyr til að beita oddi og eggju og eiga alt undir ofriki og vopnum, heldur kjósa hinir ríkari þeirra og spakari held- ur fi'ið og löghlýðni en vígaferli og ofstopa; hólmgöngur eru teknar úr lögum fám árum eftir að kristnin er í lög leidd og kirkjur fjölga svo fljótt að undrum gegnir, allra hugir eru gagnteknir af hinum nýja sið, hvort heldur menn meira skeyttu hans innri málefnum eða meir hin- um ytri; verkefni var komið, sem varðaði alla þjóðina og hvern einstakan, og þar á ofan stóðu menn meira og minna ráðalausir: svo stórar, þýðingarmiklar og brýnar voru skyldur þær og þarfir, er hvíldu á mönnum, en svo vanþekking og — prestafæðin. Hún mun einkum hafa hart að sorfið í fyrstu. Allir, sem ráð til höfðu, vildu byggja og eiga kirkju, en þá skorti oftast nær bæði kunnáttu og kennimenn. Úr þessu bættist að vísu smám- saman, enda fundu höfðingjar og ríkismenn snemma hversu vel ætti við að synir þein-a eða arfar yrði lærðir og síðan vígðir til prests og þjónuðu síðan sjálfir kirkjum sínum og sköpuðu þeim máldaga. Eru öll líkindi til, að þétta hafi orðið grundvöllur hinnar íslenzku þjóðkirkju. Hinir fyrstu kennimenn landsins hafa eflaust yfirleitt verið Is- lendingar og þeir numið og fengið klerkdóm sinn og vígslu hjá lausa-biskupum þeim, sem Ari telur upp og segir að hér hafi dvalið lengur eða, skemur fram á daga ísleifs biskups; tveir þeirra, Bjarnharðarnir, bjuggu hér 19 ár, og voru merkismenn. í annan stað finnast deili til, að þegar eftir kristnitökuna hafi ýmsir höfðingjar eflt. kristn- ina alt hvað þeir gátu, eins og Þorsteinn Egilsson og frændi hans Kjartan, er jarðaður var að kirkju Þorsteins, Snorri goði, Guðrún Osvífursdóttir, Koðrán bróðir Þor- valdar víðförla, og allir þeir höfðingjar, sem skírn höfðu tekið áður en kristni var lögtekin. Um Skafta lögsögu- mann sjálfan má fullyrða, að hann hafl verið kristninni voldugur bjargvættur og frömuður, eigi einungis með sinni

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.