Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 71

Skírnir - 01.01.1907, Page 71
Kormakur og Steingerður. Kormakur hét hann. Nafnið er írskt og svo mun ættin hafa verið og eðlið. Kormakur var svartur á hár og sveipur í hárinu, hörundljós og nokkuð líkur móður sinni, mikill og sterkur, áhlaupa- maður í skapi. Kormakur var tvítugur, þegar hann sá Steingerðí fyrsta sinn. Hann var þá að fara í göngur og kom í Gnúpsdal með Tósta hús- karli síuum. Þar var Steingerður Þorkelsdóttir frá Tungu að fóstri. Þeir voru þar um nóttina. Þar var mikill skáli og eldar gervir fyrir mönnum. Um kveldið gekk Steingerður frá dyngju sintii og arnbátt með henni. Þær heyrðu inn í skálann til ókunnra manna. Ambáttin mælti: »Steingerður mín, sjám við gestina«. Hún kvað þess enga þörf, gekk þó að hurðinni og sté upp á þreskjöldinn og sá fyrir ofan hleðann; rúm var milli hleðans og þreskjaldarins; þar komu fram fætur hennar. Kormakur sá það og kvað vísu. Hann kvað um stúlkuna, sem nú varð honum hugföst, hann kvað um þessa rist, sem kveikti jramma ást« hjá honum, og það segir hann, að þó hann hafi ekki séð meira en þetta, þá verði þessir mej'jarfætur honum hættulegir oftar en nú. Nú finnur Steingerður að hún er sén, snyr nú í skotið og sér undir skegg Hagbarði. (Hér þarf skyringar við. Hurðin, hleðinn, virðist hafa verið fellihurð, sem gekk upp og ofan í grópi í dyru- stöfunum. Bil hefir verið fvrir ofan hana og neðan. Efst á dyru- stafnum hefir að líkindum verið útskorið höfuð Hagbarðs, sem fræg- ur er í fornum kvæðum fyrir ástir hans og Signýjar. Þegar Stein- igerður finnur að hún er sén, fer hún ofan af þreskildinum, víkur í skotið til hliðar við dyrnar og horfir inn með dyrustafnum rétt hjá Hagbarðshöfðinu). Nú ber ljós í andlit henni; þá mælti Tósti: »Kormakur, sér þú augun utar lrjá Hagbarðshöfðinu?« Kormakur kvað vísu um augun — hin björtu kinnaljós sem brunnu á hann —- Ihann talar um hve íturvaxin hún sé, hann hafði séð alt til ökla,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.