Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 89

Skírnir - 01.01.1907, Page 89
Ritdómar. 89 »Gull vort þú tókst, þetta gull, sem gerir oss mennina að englum, gefur oss guðlega ssemd, gleður og auðgar hvert land. gullið, sem grynnist ei þótt gefið sé af því og veitt«. Um slíkt gull kemur þeim satóan, Matthíasi og Poestion. Vel sé þeim, sem njóta þess með þeim og fást ekki um hitt. Áldrei verður það að vansætti, því það »gerir oss mennina að englum« og grynnist ekki þó af só tekið. Þá er langur bálkur af erfiljóðum í bindinu, og síðast alda- móta-ljóðleikur skáldsins. Erfiljóð hans eru jafnan með fegurstu ljóðum hans. Þar opnar hann himin sinnar eigin trúar og vonar og er hann fagur. Bjartari og fegurri geisla sendir ekkert erfi- ljóðaskáld í hugarmyrkur syrgendanna, en Matthias. Glögt auga hefir hann einnig fyrir manngildi mauna og því sem mikils var um vert í fari þeirra í lífinu, og ekki verður honum skotaskuld úr því að koma því að. Sum erfiljóð haus eru smáir en glæsilegir bautasteinar á gröfum okkar ágætustu mauna. Lengi munu þeir standa »óbrotgjarnir í bragar túni«, ekki siður en »lofköstur« Egils. Enn saknar maður ljóða. ekki allfárra, sem ekki hafa komist að í þessu safni. Sum eru yngri en prentun bindisins, t. d. hið ágæta kvæði til Ben. Gröndals. Votiandi kemur út viðbót áður langt líður. Þetta ljóðasafn er hið mesta, sem út hefir komið eftir einn mann á íslenzku. Þó má það ekki glepja mönnum sýn, því mjög fer því fjarri að hór sé öllu safnað sem eftir Matthías liggur af Ijóð- um. Það sem enn vantar, mun að fyrirferð lítið gefa eftir öllu hinu, sem komið er, séu þýðingar meðtaldar Nægir að minna á þyðingar hans af Ijóðverkum Shakspere’s, Byrons og Tegnér’s og ljóðabálkinn »Grettisljóð«. Vonandi verða þessi ritverk öll gefin út í heild áður langt um líður, svo alþýðu gefist kostur á að eign- ast a 1 t það, sem eftir skáldið liggur í bundnu máli. Fyr en það er komið, getur þetta mikla ljóðasafn ekki talist fullkomið. Stórvirki er það í bókmentum vorum, sem vér eigum Matthíasj að þakka. Andi hans hefir verið auðugur og flugléttur, og skin og yl hefir af honum lagt. Þo er einn sá þáttur í bókmentastarf- semi hans, sem mér finst of lítill gaumur gefinn og of lítið þakk- aður eða metinn að verðleikum, en það eru þ ý ð i n g a r hans. Með þeim hefir hann aukið víðsýni íslenzkrar alþýðti í bóknjenta-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.