Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 6

Skírnir - 01.01.1907, Page 6
Kveldræöur. 6 mannslikaminn skuli fyrir ýmsar örsmáar jurtir yera sá jarðvegur sem þær þrífast í honum til bana oft og einatt? En allraverst er það þó; að sú skepna, sem mannin- um hefir verið lang grimmust er — maðurinn. Um lang- ar aldir átu þeir hverir aðra, eftir því sem við varð kom- ið, og eftir að þvi linti, þótti hver maður því meira verð- ur; sem hann var duglegri morðingi; enn þá er það eitt aðalstarf siðuðustu þjóðfélaga að vígbúast, og þetta mest af því; að ekki er nóg til að éta handa öllum og hinir mest metnu og ábatavænlegustu atvinnuvegir eru í eðli sínu meira og minna ránsamlegir. Eftir tvær miljónir ára eru mennirnir ekki komnir lengra en það; að þeir verða að beita kröftum sínum og viti mest til þess að hafa ofan i sig að éta, og mikill hluti þeirra sveltur þó. Þetta finst mér klaufalegt, þegar þess er gætt, hvílík aflsuppspretta er af að taka; en það sem vantar er ekkert annað en afi; sem rétt er beitt. Mér dettur í hug, að það afl, sem kem- ur fram í einu jökulhlaupi hérna sunnanlands, mundi ef til vill, liefði verið ráð til að beita því til matfanga, hafa verið meira en nóg til þess að enginn hefði soltið frá landsins byggingu og fram á þenna dag. Það sem mannkyninu hefir áskotnast af góðu er fjarri því að vera örugg eign; því stendur m. a. sífeldur voði af ráð- ríki manna og fégirni. Vald auðmannanna hefir aldrei verið víðtækara en nú; og af því stafar mest sá afturkippur i andlegum efnum, sem einkennir svo mjög þessa síðustu tíma. Takist maurapúkunum að ná til fulls því valdi, sem þeir sækjast eftir, þá má búast við enn þá stórkost- legri afturkipp menningarinnar en varð þegar menning Forngrikkja og Rómverja leið undir lok, og þá ræki senni- lega að því á endanum, að mannfélagið mundi sundur- leysast í eldi þess haturs, sem kúgun og ranglæti hefði kveikt. Er það voðaleg tilhugsun, þó að sennilega mundi skjóta upp einhverju aftur úr hafi framtíðarinnar, eftir þann surtarloga. Dálítið sýnishorn ástandsins sem verða mundi sjáum vér á Rússlandi nú, þar sem á þessum síðustu tímum

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.