Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1907, Page 62

Skírnir - 01.01.1907, Page 62
62 Eftir kristnitökuna. landsmanna. Er svo að sjá, sem nýtt fráhvarf hafi mjög- gert vart við sig um tíma á hans stjórnardögum; og þótt sagnir og heimildir skorti, má þetta vel skiljast. Úr ótal vandræðum þurfti að ráða, vald biskups bæði takmarkað- af sérstöku lagi hinnar ungu þjóðkirkju, og afar óákveðið, meðan hvorki var til kristinn réttur né tíundarlög. Mun hann í ýmsum greinum hafa neyðst til að láta sér lynda það fyrirkomulag með kirkjur, kirknafé og sóknir, sem komið var; munu hinir nýju höfðingjar, sem kirkjurnar áttu, sjálfir hafa viljað ráða máldaga þeirra, tölu, sóknum og öðru; vitum vér nú ekki livernig úr þeim efnum hefir smám saman orðið friður og samkomulag, nema hvað bisk- up hefir sjálfsagt áskilið sér staðfesting máldaga, eftirlit kirkna, svo og vígslu þeirra, svo og umráð yflr sakeyri fyrir kristnispell og þær sakir, sem biskupar kristninnar hvervetna áttu um að dæma. Öll tíðagerð, helgidagahald, skriftir og lausnir, og livað annað, er hinu háa biskups- embætti tilheyrði, kom til hans ráða. En með því alt frauikvæmdarví'ld er komið undir fylgi og fjárafla, þá er eðlilegt, að svo mildum og óríkum höfðingja, sem ísleifur var, yrði erfiður biskupsdómurinn. Einkennileg eru orð sonar hans, Gizurar biskups, er hann mælti fyrir andlát sitt: »Grafl þér mik hvergi í nándir föður mínum, því at ek em þess eigi verðr at hvíla honum nær«. Mun hinn mikli sonur snemma hafa undrast þolinmæði föður síns og það hversu vel hann þoldi mótgerðir fyrir guðs sakir. Um Gizur og hans æfi mætti margt rita, því af honum er miklu meiri saga. En þess er engin þörf í þessari stuttu ritgjörð. Gizur fekk tíundarlögin í lög leidd, gaf Skálholt til biskupsseturs ásamt ógrynni fjár í löndum og lausum aurum, svo og hina fyrstu dómkirkju, er var þrítug að föðmum á lengd, og þar með gripi og gersemar; hann gaf og Norðlendingum lausan þeirra landsfjórðung til þess tveir yrði biskupar á landinu. Margt íieira afrekaði þessi hinn mikli og merkilegi biskup. Þá voru og uppi honum samtíða nokkrir meðal mestu ágætismanna, sem ísland hefir alið, auk hans: þeir Sæmundur og Ari, Markús lög-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.