Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1907, Blaðsíða 41

Skírnir - 01.01.1907, Blaðsíða 41
Rembrandt. 41 þegar er um getið, líkaði Rembrandt ekki eins vel við kenn- arann eins og vini hans hafði gjört, þótti myndir hans ekki nógu náttúrlegar og blátt áfram; hann sneri þvi brátt heim aftur til Leiden og vann af miklu kappi til að fullkomna sig sjálfur. Orlers nokkur, borgarstjóri í Leiden um þessar rnundir, segir um hann, að hann á þessum árum hafi unnið án afláts svo lengi sem dagsbirt- an entist, en ekkert vita menn um vinnu hans fyrstu þrjú árin eftir heimkomu hans til Leidens. Fyrstu tvær myndir, sem menn vita um, málaði hann árið 1627, og eru þær báðar til, önnur á málverkasafninu í Berlin, en hin í Stuttgart. Hin fyrri sýnir gamlan, farinn mann, sem situr við borð. Blöðum og reikningsbókum er hrúg- að í kringum hann, og á einni skruddunni til vinstri handar honum stendur digur peningapyngja, en beintfyr- ir framan hann metaskálar. Hann heldur á kerti i vinstri hendi, og leggur birtuna á peningahrúgu, við hliðina á metaskálunum. Þó að myndin sé fremur vel máluð gat samt engum, sem hana sá, dottið í hug, hvílík meistara- verk mundu koma frá sömu hendi. Hin myndin sýnir postulann Pál í dýflissu, og hafa báðar myndirnar sömu kosti og galla: þær lýsa báðar skarpri eftirtekt málarans, en einnig skorti á þori til að láta hana koma fram á léreftinu. En upp frá þessu vex orðstír hans fljótt. I febrúar 1628 kemur fyrsti lærisveinn hans til hans, og var Rem- brandt þá að eins 21 árs gamall. Þessi lærisveinn varð síðar mjög frægur sjálfur, því það var G e r a r d D o u. Haim lærði hjá honum í þrjú ár, þangað til Rem- brandt fluttist til Amsterdam. Orsakirnar til að Rembrandt flutti búferlum frá fæðingarborg sinni voru margar. Fyrst var það, að faðirhans dó 1630 og við það breyttist margt og mikið í heimahúsum hans. Því næst var bezti vinur hans, Jan Lievensz, farinn burtfrá Leiden, og loksins var meira útlit til að afia sér fjár og frama í Amsterdam, höfuðborginni og aðsetuistað auðkýfinganna, en í Leiden,. sem um fram alt var háskólaborg. Rembrandt varð brátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.