Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 4

Skírnir - 01.01.1909, Side 4
4 Skapstórar konur. Þið vitið, hvernig því hjónabandi lauk. Hallgerður var fengsöm og stórlynd, kallaði til alls þess, er aðrir áttu í nánd og hafði alt í sukki. Fyrsta vorið er matar- skortur í búinu. Bónda hennar þykir eyðslan gegndarlaus. Hún svarar harðyrðum, kveðst ekki fara að því, þó að hann hafl svelt sig til fjár og faðir hans. Maður hennar reiðist, lýstur hana í andlitið, svo að hún verður sár og blæðir. Höfðingjadótturinni verður svo skapþungt, að hún ræður manni sínum bana. Hallgerður var manni gefin annað sinn, og þá að ráði og vilja sjálfrar sín. Þeim manni, Glúmi Olafssyni, var hún góð kona. Sambúðin við hann hefir sjálfsagt ver- ið bjartasta sólskinið á æfi hennar. En ólánið situr um hana. Þjóstólfur fóstri hennar hefir verið henni eftirlát- astur allra manna, þó að hann sé annars ofsamaður og illmenni. Henni þykir vænt um hann. Hann hefir verið rekinn burt frá föður hennar og leitar á náðir hennar. Hún leggur hendur um háls manni sínum og biður hann að lofa Þjóstólfi þar að vera. Hann hefir verið við því varaður að taka þann mann á heimili sitt; en hann stenzt ekki blíðu konu sinnar. Þjóstólfur reynist illa, spillir öllu á heimilinu og hlífist við engan mann nema Hallgerði. Einn dag hefir hann haft óvenju-mikinn ofsa í frammi við Glúm. Glúmur hefir orð á því við Hallgerði. Njála lýs- ir þvi, sem þá gerðist, af hinni mestu snild, þó að frá- sögnin sé fáorð: »Hallgerðr mælti þá eftir Þjóstólfi ok varð þeim þá mjök at orðum. Glúmr drap til hennar hendi sinni ok mælti: »Ekki deili ek við þik lengr», og gekk síðan í braut. Hon unni honum mikit ok mátti eigi stilla sik ok grét hástöfum. Þjóstólfr gekk at henni ok mælti: »Sárt ert þú leikin ok skyldi eigi svá oft«. »Ekki skalt þú þessa hefna«, segir hon, »ok engan hlut í eiga, hversu sem með okkr ferr!« Hann gengur í braut, glottir við og vegur mann henn- ar. Svo mikið alvörumál hefir henni verið, að Glúmi væri ekkert mein gert, þó að hann berði hana, að hún sendir

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.