Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 22
22
Skapstórar konur.
um, dótturson bezta vinar föður hennar, lætur honum
skiljast sern hún muni giftast honum, ef hann geri henni
þetta að skapi, en svíkur hann um það að verkinu loknu.
Hún giftist hið fjórða sinn — einum af mestu höfðingjum
landsins. Hann druknar á Hvammsfirði. Gullhjálmurinn
í draumnum er týndur, 'eins og allir hennar dýru
draumagripir.
Hún situr eftir með endurminningarnar. Hún situr
eftir i sæmd og auði. En hún er vitur kona, vitrust
kona á íslandi. Hún sér það, að líf hennar hefir farið
forgörðum, að hún hefir spilt því og farið illa með það á
ýrnsa lund. Hún sér það, að alt, sem hún hefir eftir kept,
er ekkert, þegar eilífðin er framundan. Hún sér það, að
metorðin eru ekkert, og skartgripirnir eru ekkert, og auð-
urinn er ekkert og allar hefndirnar eru verri en ekkert.
En sárast finnur hún samt til þess, vitkonan mikla óg
tilfinningaríka, að hún, sem var fædd til að elska, hefir
aldrei veitt kærleiksþrá sinni fullnægju. Átakanlegra er
ekkert til i fornsögum okkar en samtal hennar við Bolla,
son hennar undir æfilokin. Bolli spyr hana, hvort hún vilji
segja sér nokkuð, sem honum sé forvitni á að vita —
hverjum manni hún hafi mest unt. Hún fer undan í
flæmingi, svarar alls ekki því, sem hún er um spurð, en
fer að lýsa mönnum sínurn, hvernig þeim hafi verið farið.
Hún vill auðsjáanlega ekki um aðra tala við son sinn
en um eiginmenn sina. Bolli bendir henni á, að hann
hafi ekki verið að spyrja um þetta. Og þegar hún kemst
ekki undan, þá er eins og hún sópi öllum mönnum sín-
um burt. Hún er ekki í neinum vafa. Krókfaldurinn er
orðinn að engu, enda hafði hann aldrei mikill verið í
hennar augum. Silfurhringurinn er orðinn að engu.
Gullhringurinn er orðinn að engu. Gullhjálmurinn er orð-
inn að engu. Enginn þessara getur nú komið til neinna
mála. Enginn er orðinn eftir, annar en h a n n, sá eini,
sem náð hefir valdi á sál hennar, hann, sem hún hefir
hlaðið á hefndar og mannvonzku-hugsunum dag el'tir dag,
hann, sem hún hefir tekið af lífi. Og hún gerir syni sín-