Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 54

Skírnir - 01.01.1909, Page 54
54 Um ættarnöfn. svo mun vera um þá venju vor íslendinga, að kenna af- kvæmin við föðurinn einn. Herra Brynjólfur á Minna-Núpi ritar í 28., 30. og 33. tbl. Lögréttu greinar nokkrar, er hann nefnir Þjóðernis- málefni, og talar hann þar meðal annars um ættarnöfnin, sem hann er alveg á móti að íslendingar séu að taka upp. Svo sem við var að búast úr þeirri átt, eru greinar þessar að flestu leyti ágætar. Hann talar um að oss Is- lendingum sé mesta nauðsyn á að varast alt, er vott beri um lítilsvirðingu á þjóðerninu; og eitt af því er ættar- nafna-farganið nýja. Það er og alveg víst, að eftirnöfn margra kvennanna undir áskorun kvenréttindafélagsins hafa hjá ýmsum mönnum stórum spilt fyrir því, að áskor- uninni væri gegnt. Mörg nöfnin þar eru hneykslanleg frá íslenzku sjónarmiði og vöktu því sárustu gremju hjá mönnum með sanníslenzku hugarfari. Það er jafnan illa farið, er góðu máli er spilt af klaufaskap. Það er annars undarlegt, hversu óþjóðlegt og vitgrant sumt af mentuðu heldra fólki getur verið i ýmsu. Allir ætti þó að vita, að rétta útlenda venjan er sú, að kona með ættarnafni, er giftist manni með ættarnafni, missir nafnið, er hún átti áður og fær nafn manns síns í staðinn. Ef t. d. stúlka, sem heitir Guðrún Möller giftist manni, er heitir Sigurður Sívertsen, þá heitir hún upp frá því frú G. Sívertsen. En ef nú stúlka með ættarnafni giftist manni ættarnafnslausum, þá missir hún á sama hátt ættarnafn sitt, en getur ekkert nýtt ættar- nafn fengið í staðinn, úr því að maðurinn átti það eigi til, heldur á hún upp frá því að kenna sig við föður sinn. Et' t. d. stúlka sem er Finnsdóttir, en heitir Ingibjörg Stephensen, giftist manni er heitir Einar og er Þorkelsson, þá er það fjarstæða bæði með útlendu og innlendu ven- juna að hún eignist skírnarnafn tengdaföður síns og heiti úr því I. Þorkelsson, heldur ber henni eftir giftinguna að taka upp föðurnafn sitt og nefnast I. Finnsdóttir. Þetta er svo auðskilið, að það er furða að nokkur kona skuli villast á því. Raunar er sökin í þessu efni jafn-mikil

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.