Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 50

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 50
50 Vistaskifti. — Við ættum að geta gert það líka, sagði Þorgerður? Hjartað í mér tók að slá af óvenjulega miklum hraða. — Sveinn á Bergi vildi fá hann. — Fyrir hvað? Þorgerður var hætt að spinna. Hún laut áfram og starði á Jón áfergjulega. — Tuttugu krónum minna. Þetta var þá undirboð! Mér var ýmist heitt eða kalt af æsingunni. Hvers vegna sagði Jón ekki umsvifalaust, hvernig farið hefði? Hvers vegna lét hann toga hvert orð út úr sér? — Og bölvaður! sagði Þorgerður. . . . Þú hefir gengið að því. Auðvitað hefirðu gengiðaðþví! . . . Gekstu ekki að því? . . . Hvers vegna í fjandanum svararðu ekki, maður? . . . Hafirðu ekki gengið að þvi, þá göngum við að þvi nú. Mér sýndist Þorgerður belgjast öll út af áfergjunni. — Þórarinn í Dal vildi fá hann, sagði Jón. Eg vissi, að Þórarinn í Dal var maður fölleitu konunnar, sem hafði talað við mig við lækinn. Eg vissi varla af mér. Eg spratt upp af rúminu, gekk að rokk Þorgerðar, studdi mig á hann og góndi framan í hana, eins og afglapi. öll hræðsla við hana var horfin undan æsingunni. Og öll hugsun líka. Ekkert eftir, annað en einhver óljós meðvitund þess, að nú væri verið að hrinda mér til beggja hliða — og að öðrumegin væri himnaríki, en hinumegin helvíti. — Fyrir hvað? sagði Þorgerður. Ekki held eg, að nokkur lifandi maður hafi nokkurn tíma áður getað verið jafn-lengi að taka í nefið eins og Jón þá. Loksins kom hann með það. — Fyrir ekkert, kelli mín. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Ekki hálfan eyri. Ekki eitt iambasparð. Þorgerður sat hreyfingarlaus og orðlaus drykklanga stund. Þá hratt hún mér frá rokknum og spann eina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.