Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 50

Skírnir - 01.01.1909, Page 50
50 Vistaskifti. — Við ættum að geta gert það líka, sagði Þorgerður? Hjartað í mér tók að slá af óvenjulega miklum hraða. — Sveinn á Bergi vildi fá hann. — Fyrir hvað? Þorgerður var hætt að spinna. Hún laut áfram og starði á Jón áfergjulega. — Tuttugu krónum minna. Þetta var þá undirboð! Mér var ýmist heitt eða kalt af æsingunni. Hvers vegna sagði Jón ekki umsvifalaust, hvernig farið hefði? Hvers vegna lét hann toga hvert orð út úr sér? — Og bölvaður! sagði Þorgerður. . . . Þú hefir gengið að því. Auðvitað hefirðu gengiðaðþví! . . . Gekstu ekki að því? . . . Hvers vegna í fjandanum svararðu ekki, maður? . . . Hafirðu ekki gengið að þvi, þá göngum við að þvi nú. Mér sýndist Þorgerður belgjast öll út af áfergjunni. — Þórarinn í Dal vildi fá hann, sagði Jón. Eg vissi, að Þórarinn í Dal var maður fölleitu konunnar, sem hafði talað við mig við lækinn. Eg vissi varla af mér. Eg spratt upp af rúminu, gekk að rokk Þorgerðar, studdi mig á hann og góndi framan í hana, eins og afglapi. öll hræðsla við hana var horfin undan æsingunni. Og öll hugsun líka. Ekkert eftir, annað en einhver óljós meðvitund þess, að nú væri verið að hrinda mér til beggja hliða — og að öðrumegin væri himnaríki, en hinumegin helvíti. — Fyrir hvað? sagði Þorgerður. Ekki held eg, að nokkur lifandi maður hafi nokkurn tíma áður getað verið jafn-lengi að taka í nefið eins og Jón þá. Loksins kom hann með það. — Fyrir ekkert, kelli mín. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Ekki hálfan eyri. Ekki eitt iambasparð. Þorgerður sat hreyfingarlaus og orðlaus drykklanga stund. Þá hratt hún mér frá rokknum og spann eina

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.