Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 39

Skírnir - 01.01.1909, Side 39
Ur ferðasögu. 39 í Miinchen er eins og nærri má geta margur Brimir, þar sem gott er til góðs drykkjar þeim er það þykir gaman, eins og segir í Gylfaginning. Kom eg um kvöld í eina slíka bjór- höll, geisimikinn sal, þar sem múgur og margmenni sat og kneifði bjór, ekki af hornum þó, eins og vel hefði átt við, því að þessi ofdrykkja öls virðist arfur úr forneskju, þegar munngát var æði miklu sjaldgæfara en nú. Var þar á boðstólum haft brimsalt hagldabrauð til að æsa þorstann, og var þó bjórinn svo gómþekkur, að hvergi hygg eg að jafnvel litlum drykkju- manni mundi eins erfitt að vera bindindismaður og í Miinchen. Eg hef aldrei séð eins drukkið; það hefði verið dálaglegur foss, hefði sá bjór verið kominn í eina bunu, sem þar rann um mannakverkar það kvöld, og sá þó lítt drykk á mönnum. En bæversku bjórhjörtun, sem svo eru nefnd, bera því þó vitni, að holt mundi ýmsum að drekka minna. Bjórþamb er víst annars hvergi í heimi jafn stórkostlegt og á Þýzkalandi og er talið að Þjóðverjar drekki fyrir um 3000 miljónir marka á ári, eða hátt upp í 5 miljarðana frægu, sem þeir tóku í skatt af 'Frökkum. Er nú raunar í þessum 3000 miljónum talið alt áfengi og eigi öl eitt, en mest munar um ölið. Þegar nú þess •er gætt, að ágóðinn af öldrykkjunni lendir aðallega hjá ýmsum auðugustu mönnum ríkisins — aðvera ölgerðarmaður þykir jafn- vel enn þá vissari vegur til auðs en lyfsala — þá má nærri geta að bindindismenn eiga við ramman reip að draga, og að versta mótspyrnan kemur ekki frá þeim sem drekka, heldur frá hinum sem brynna. Kemur þetta þó ennþá greinilegar fram i Englandi, þar sem ölvararnir — þeir eru vanalega gerðir að lávörðum þegar þeir eru orðnir nógu auðugir — eru engu síður fjáðir en á Þýzkalandi, þó að ölið þeirra sé æði mikið verra. Mér hefir varla litist betur á nokkra stótbæjarbúa sem eg hef séð, en í Munchen, þrátt fyrir bjórþambið; glaðleg og góð- leg andlit virtust þar fremur algeng. Og yfirleitt kom viljinn til að flá útlendinginn hvergi nærri eins leiðinlega fram þar og víða annarsstaðar, t. a. m. í Lundúnum og þó einkum í París, og ærlegan málsverð má í Miinchen fá fyrir sanngjarnara verð en í flestum ef ekki öllum öðrum stórborgum.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.