Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 24

Skírnir - 01.01.1909, Page 24
24 Skapstórar konur. hana að sæmd íslenzkra kvenna. Það er hann, sem bjargar Guðrúnu Ósvífursdóttur. Innan um alla sína synd og alla sína harma hefir hún hlúð að því, sem bezt var í huga hennar, ástinni. Og að lokum verður ekkert annað eftir en ástin,- Og þá finnur hún, vitkonan mikla, að enga leið er að fara aðra en til guðs. Við megum með engu móti meta manngildið eins og töðuvöll. Við metum töðuvöllinn eftir því, hvað mikinn arð hann gefur að meðaltali. Við megum ekki leggja saman mannkosti og galla mannanna, góðverk þeirra og yfirsjónir, og deila svo því, sem út kemur. Með þeim hætti skiljum við aldrei mennina né mannlífið. Manngildið er líkara fjallshæð. Við mælum fjallið þar sem það er hæst. Fjallið er svo hátt, sem það er hæst. Við eigum að meta mennina eftir því sem þeir komast hæst. Það sem maðurinn kemst hæst, það er hann. Þetta skildu forfeður okkar svo einstaklega vel. Það er auðséð á öllum sögunum. Það er hæfileikinn til þess að elska, sem lyftir þeim upp, Bergþóru og Guðrúnu. Bergþóra elskar mann sinn og syni og heimamenn. Guðrún elskar Kjartan. Gerum ráð fyrir, að þær hefðu eflt hæfileikann til þess að gera kærleikann víðtækari. Gerum ráð fyrir, að þær hefðu tamið sér að elska fleiri menn. Þá hefðu þær auðvitað komist þeim mun hærra. Gerum ráð fyrir, að þær hefðu lært að elska alla menn — líka óvini sína. . Þá hefðu þær, eftir því sem eg fæ bezt séð, verið komnar, að einhverju mjög miklu leyti, alla leið að guðdóminum. En þiðsjáið, hvað jafnvel BergþÓra hefir átt langa leið fyrir höndum. Og það er ein hlið á hinu guðdómlega dýrlega eðli kærleikans að þar sem hann er einhver til — þótt ekki sé nema einhver ofurlítil ögn — þar verður manngildið ekki metið rétt eftir neinu öðru en honum. Og þar sem hann er enginn, þar er manngildið ekkert. Þess vegna finnum við, að það er eðlilegt — jafn-raunalegt og það er — að Hallgerður lendir í faðm- inum á Hrappi. Og þess vegna fögnum við því réttlæti,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.