Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 35

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 35
Ur ferðasögu. 35 asta leiðin sem hann þóttist sjá, er hann ætlaði sér að lýsa í hinu mikla verki, sem að mestu var óritað þegar andi hans iamaðist; og er síður furða þó að hann sé mjög misskilinn þar sem hann entist ekki tii að ljúka við sjálft aðalritið, sem átti að verða. En mörg drög eru til þessa aðalverks í ritum hans, eða réttara væri ef til vill að segja: rit hans eru öll drög til þess. Nietzscbe hefir eigi aðeins til síns ágætis frumsæi og >ið- sæi, heldur einnig frábæra málsnild; aldrei hefir sennilega óbundin þýzka verið rituð eins og Nietzsche gerir: aðdáanlegt er hvernig hann notar djúpýðgi þýzkunnar og kemur hún úr hans höndum og huga ennþá djúpúðgara mál, en hann tók við henni. Hversu langt skyldi þess að bíða, að íslenzka, sem er svo miklu hljómfegurra mál en þýzka, og engu ógöfugra, verður rituð einsog henni er samboðið, eitthvað líkt því sem Nietzsche ritaði þýzku. Gaman væri að geta litið upp þegar islenzk menn- ing verður komin á það stig. En þess mun sennilega langt að bíða, þó að vér vonum að svo verði. Eitt af ritum Nietzsche er stundum nefnt biblía fyrir frjálsa anda, og virðist það ekki allskostar heppilegt. »Frjálsir andar« þekkja engar biblíur. Hversu mjög sem þeir undrast þá speki og snild sem ein bók getur borið vott um, þá trúa þeir ekki á hana. Enda var óskeikulleika-hugmyndin Nietzsche sjálfum fjarlæg. En vegna þess að rit þessa mikla manns eru til, þá kemst næsti skyldur andi lengra en hann, án þeirra, mundi gert hafa. Þann stuðning, sem sjálfur Nietzsche hafði af verðandispekinni, er lauslega drepið á hér að framan; og ekki hefði hann komist jafnlangt og hann gerði í ritsnild, ef ekki Lessing og Goethe, Schopenhauer og Heine, hefðu verið á undan honum og skapað þann jarðveg, sem listgáfa hans þróaðist í, svo að hún gat náð sinni háu hæð. Verður manni hér að minnast þess, hversu mjög ættgöfgi í ritsnild hefir vantað hjá oss úr þvi sögunum lýkur; hversu margt hefir stuðlað að því, að snillingar vorir hafa aldrei getað náð sinni fullu hæð; hvernig þeir minna á bjarkirnar íslenzku, 3*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.