Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 73

Skírnir - 01.01.1909, Page 73
Kvenréttindahreyfingin i Ameríku. 73- getað náð í, en vilja hefna sín á þeim af auðskildum. ástæðum«. The Syracuse Star: »A fundinum, sem nú er haldinn hér í borginni, vaða konurnar um bibliuna og guðs boð. Þessar vesölu skepnur, sein skipa þessa sam- komu, eru æpandi kerlingar og æfagamlar piparkarlkonur, sem eru feykilega sérkreddufastar og æstir þrælafélagar og skoðanabræður guðníðinganna, þeirra Grarrisons, Pills- bury, Barleigh og Forster. Þeir eru allir kvenréttinda- menn og flytja svo fordæmandi kenningar og bölvaða villutrú, að sjálfum djöflunum í helvíti mundi hrylla við að hlýða á það«. Sum blöð skopuðust að þeim: »Þær ættu um leið að samþykkja, að karlenn skyldu þvo þvott, ræsta gólf, bæta föt, vinna að húsverkum með vinnukonunum, gæta barn- anna, klæða sig eftir nýjustu tízku, bera skrautgripi og vera eins yndislegir í öllu og þær blessar dýrðarverur, sem guð setti i heiminn til þess að siða þessa ruddalegu karlmanna harðstjóra«. Eitt blað í Philadelphiu: »Konurnar okkar hérna i Philadelphíu eru alkunnar, ekki einungis að gáf- um heldur og að látleysi, hægð og feimni. Hver hefir nokkurn tíma heyrt getið um, að þær hafi risið upp til að fara að endurbæta nokkuð, eða til að heimta kven- réttindi? Nei, konurnar í Philadelphíu brenna af æðri metnaðarlöngun: þær vilja rikja yfir hjörtum dýrkenda sinna og tryggja sér hlýðni þeirra með veldissprota kær- leikans. Þær hafa þegið vald sitt frá náttúrunni, en ekki frá mannlegum lögum. En allar konur eru ekki eins skynsamar konur og konurnar í Philadelphíu. Konurnar i Boston berjast fyrir að fá kvenréttindi. New York-kon- urnar vilja fyrir hvern mun komast upp í ræðustólinn, fá pólitískan kosningarrétt og — eftir því sem vér vitum bezt — ganga í bardaga. Konurnar okkar hérna vilja ekki fá neina nýja George Sand fyrir forseta, eða ein- hverja Corunna fyrir landsstjóra. Þær hafa líka fullmikiL áhrif á stjórnmálin án þess. Hvað geta karlmenn gert.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.