Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 12

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 12
12 Skapstórar konur. verður fyrri til að láta drepa fyrir henni mann. En eftir það haldast þær í hendur um manndrápin. Nálega æfin- lega, þegar sagt er frá athöfnum Bergþóru, er hún að stofna til manndrápa. Logar hefndargirninnar virðast hafa verið heitari í hennar hug en nokkurs annars á Bergþórshvoli. Njáll sér það, alt af öðru hvoru að minsta kosti, eins og fieiri hinna vitrustu og beztu manna, að þessar hefndir allar séu nokkuð viðsjárverðar. »Kemst, þó at seint fari, húsfreyja«, segir hann eitt sinn við konu sína, þegar hún geisar um bæinn, friðlaus af hefndarhug. »Ok ferr svá um mörg mál, þó at menn hafi skapraun af, at jafnan orkar tvímælis, þó at hefnt sé«. En í þeim efnum verður hún ekki sefuð. Þrásinnis eggjar hún syni sína með hinum beiskustu napuryrðum, og virðist þó svo, sem þeir væru sæmilega fúsir stórræðanna. Hvað eftir annað kemur það fram, að henni þykir þeir, með öllum þeirra ofsa og víkingslund, óþolandi tómlátir til hefnda. Stundum er hún eins og á nálum út af því, að hefndina muni bera undan, synir hennar kunni að fresta henni,. þangað til góðir rnenn hafi komið sættum á, svo að alt verði um seinan. Þetta er megnið af því, sem okkur er sagt af þess- ari konu fram undir æfilokin. Og ekki fegurra en það er, er ekki til nokkurt mannsbarn á íslandi, sem ekki fyllist metnaði — ekkert, sem ekki hlýnar um hjarta- ræturnar við umhugsunina urn það, að Bergþóra skuli hafa verið íslenzk kona- Og öli finnum við til þess, að hún er ein þeirra kvenna-, sem hlotið hafa dýrlegastan dauðdaga. Hvernig verður þessu komið heim ? Við vitum ofurlítið meira um hana. Við vitum, að þegar Njáli ræðir við Atla, húskarl hennar, um það, að hann sé i alt of mikilli hættu þar á heimilinu, og að hann skuli fyrir því ráðast austur í fjörðu, þá svarar Atli: »Betra þykkir mér að látast í þínu húsi en skifta um lánardrotna«. Og við vitUm, að það var Bergþóru vegna, fremur en nokkurs annars manns, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.