Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 70

Skírnir - 01.01.1909, Page 70
70 Kvenréttindahreyfingin í Ameríku. vistum við hana um 45 ár. Eg hefi séð hana kvalda með smámunalegustu ertingum, hædda og misskilda, rægða og ofsótta. Eg hefi þekt konur, sem neituða að rétta henni hönd sína til kveðju, en aldrei hefi eg orðið vör við, að þykkjusvip brygði fyrir hjá henni. Og þegar eg hefi ör- vænt og hugsað, að þessi stöðuga baráttu væri árangurs- laus, að eins til að eyða tíma og kröftum, þá hefir hún með hinni sterku trú sinni á mönnunum blásið mér nýjum kjarki og nýrri trú í brjóst. -------Þegar eg lít yfir æfi Susan B. Anthony, þá líki eg henni við dórisku súluna i grísku byggingarlistinni: Svo óbrotin og tignarleg stend- ur hún mér fyrir sjónum, laus við alt ytra skraut, sem brautryðjandi þessarar einu miklu hugsjónar: Frelsi kvenna«. Um samvinnu og samband sitt við Susan B. Antony segir Mrs. Stanton: »Oft hefir það verið sagt af vinum okkar, að Miss Anthony væri verndarengill minn, sem ætíð hvetti mig til starfa, og án staðfestu hennar og þrautseigju hefði eg aldrei unnið það lítið, sem eg hefi gert. A hinn bóginn hefir verið sagt, að eg hafi smíðað þrumufieygana, sem hún skaut út. Eg hefði ef til vill, eins og mörgum öðr- um giftum konum hættir við, kafnað alveg í þröngsýnni heimiliseigingirni, ef vinkona mín hefði ekki stöðugt fund- ið ný verkefni handa mér. Þegar eg sá hina höfðinglegu kvekarakonu koma gangandi heim að húsdyrunum með úttroðna töskuna, þá vissi eg, að nú væri eitthvað á ferð- inni, sem þyrfti að laga. Þegar við svo fórum að fara ofan í töskuna, þá komu þar upp úrklippur úr blöðum með fölskum biblíuskýringum, skýrslur um svívirðileg málaferli til þess að sölsa eignir kvenna undir sig, úti- lokun kvenna frá háskólunum, hálfgreidd vinnulaun kvenna, alt saman meira en nóg til að snúa huga hvaða konu sem væri frá sokkum og býtingum. Svo fórum við að rita blaðagreinar, eða áskoranir, eða bréf til vina okk- ar hingað og þangað, til að vekja áhuga kvennanna í Ohio, Pensylvaníu eða Massachusetts, ellegar áskoranir til

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.