Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 36

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 36
36 Ur ferðasögu. sem eru kýttar og kræklóttar, þó að mörg sé fögur greinin, bitnar af sauðum og beygðar af fannþunga. 3. I Silfurblikshöll dvaldi, þegar eg kom þar, ungur foringi úr þýzka hernum og náfrændi frúarinnar, Oehler að nafni, frið- ur maður sýnum, fasteygur og knálegur, vel búinn að íþróttum eins og líklegt er um foringja í hinum fræga þýzka her, og vel mentaður. Ættarsvipur virtist greinilegur með heimspekingn- um og honum. Við áttum samleið um nokkurn hluta bæjar- ins, og benti hr. Oehler, sem er nákunnugur í Weimar, mér á bústaði ýmsra merkra þýzkra nútíðarskálda á brúninni fyrir ofan Garðhús Goethe. Ernst v. Wildenbruch var víst þeirra þektastur. Voru hús þessi æði miklu skrautlegri en bústaður Goethe, en þó vantaði það sem mest hafði prýtt hús skáldjöf- ursins. Margir efnamenn setjast að í Weimar, einkum af þeim sem leggja stund á listir eða skáldskap, þykir þar fagurt og friðsælt, og svo er endurminninga-bjarminn af hinum miklu nöfnum. Og hvort sem það er nú imyndun ein, eða ekki, þá virtist mér fólk í Weimar yfirleitt góðlegra og svipfríðara en í nokkrum öðrum bæ sem eg hefi komið í; það var eins og mannúðarandi snillinganna sem þar hafa lifað, hefði ekki látið það alveg ósnortið. Liðsforinginn lét mikið yfir þýzku smábæ- unum, einkum Weimar, og ef mig ekki misminnir, drap hann á að þar væri mjög fritt kvenfólk. Lá nærri að ímynda sér, að slíkt gæti verið meir en augnagaman eitt, fyrir jafn drengi- legan mann. Við Oehler töluðum auðvitað mest um Nietzsche, og fanst mér sem liðsforinginn mundi dást mest að ýmsu því i heimspeki frænda sins, sem mér fyrir mitt leyti þykir minst um vert. Og yfirleitt virðist lýð- og viðfrægð Nietzsche vera bygð nokk- uð á misskilningi, á þeirri trú að hann styðji ýmislegt sem hann í raun og veru alls ekki styður; en einnig á því sem ef til vill sízt er frægðarvert í ritum hans, og líklega sumt stafar af því, að hann var maður sem enga áheyrn fekk, sem var gagn- tekinn af vissunni um að hann færi með afar áríðandi erindi og gat þó ekki fengið heiminn til að gefa sér gaum; þá verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.