Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 63

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 63
Um ættarnöfn. 63 allra þeirra við fyrsta álit, þrátt fyrir alt endingarleysið. Og nú skal eg, rétt að gamni mínu, nefna úr málinu orðin- fugl, hurð, lok. Þau eru öll fallendingarlaus, en þó er kynferðið þegar ljóst hverjum íslenzkum manni. Það er því hégómi einn, að nota kynferðið sem átyllu til þess að fella burt nefnifallsmerki i ættarnöfnum. Niðurstaðan verður þá, að sjálfsagt er að halda nefni- fallsmerkinu í ættarnöfnum þó beygingin sé sterk. Syst- kinin eiga þá t. d. að heita Guðni og Gróa Galtarlœkur (eigi Galtarlœk) og er þetta í ágætasta samræmi við fornu viðurnefnin og nýju auknefnin og uppnefnin, sem hafa öll rétta beyging og auðsætt er því að taka til fyrir- myndar. En einkum ætti að nota sem mest orð með veikri hneiging fyrir ættarheiti, þau eru oft svo mjúk í munni. Hjónin ættu þá að heita t. d. Þorvaldur og Aslaug Fjóluhali eða Grímur og Björg Valþufa og jafnvel Halldór og Elín Ljónshjarta. Slík ættarnöfn hafa fulla beyging, sem er samkvæmt réttu eðlisfari íslenzkunnar. Róm- verjar gátu kynbeygt ættarnöfn sín; ef bróðirinn t. d hét Titus Comelius, þá hét systirin t. d. Claudia Comelia. Þetta getum vér eigi, en í þess stað getur islenzkan þolað að karlar beri, ef vill, kvenkend viðurnefni og konur karlkend, svo sem ótal dæma að fornu og nýju sýnir. Með ýmsu því sem hér er sagt vona eg að hafa sýnt, að ættarnefnakerfi herra G. Kambans er óhæfur grund- völlur fyrir íslenzkumyndun ættarnafna alment, þótt sum nöfnin hjá honum séu miklu betri en það flest, er vér áður höfum átt að venjast af þessu dóti. Frá sjónarmiði þjóð- ernisins er hér um afar-mikilvægt málefni að ræða, svo nauðsyn ber til að hugsa þetta rækilega og hrapa að engu. Yæri því gott, að sem flestir menn, er til þess eru hæfir, vildi rita og ræða sem vandlegast um mál þetta frá öllum hliðum. En sjálfur er eg fremur efablandinn um, að auðvelt verði að koma alment þeim umbótum á ættarnöfnin að tungumál vort verði óskemt af upptöku þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.