Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 63

Skírnir - 01.01.1909, Page 63
Um ættarnöfn. 63 allra þeirra við fyrsta álit, þrátt fyrir alt endingarleysið. Og nú skal eg, rétt að gamni mínu, nefna úr málinu orðin- fugl, hurð, lok. Þau eru öll fallendingarlaus, en þó er kynferðið þegar ljóst hverjum íslenzkum manni. Það er því hégómi einn, að nota kynferðið sem átyllu til þess að fella burt nefnifallsmerki i ættarnöfnum. Niðurstaðan verður þá, að sjálfsagt er að halda nefni- fallsmerkinu í ættarnöfnum þó beygingin sé sterk. Syst- kinin eiga þá t. d. að heita Guðni og Gróa Galtarlœkur (eigi Galtarlœk) og er þetta í ágætasta samræmi við fornu viðurnefnin og nýju auknefnin og uppnefnin, sem hafa öll rétta beyging og auðsætt er því að taka til fyrir- myndar. En einkum ætti að nota sem mest orð með veikri hneiging fyrir ættarheiti, þau eru oft svo mjúk í munni. Hjónin ættu þá að heita t. d. Þorvaldur og Aslaug Fjóluhali eða Grímur og Björg Valþufa og jafnvel Halldór og Elín Ljónshjarta. Slík ættarnöfn hafa fulla beyging, sem er samkvæmt réttu eðlisfari íslenzkunnar. Róm- verjar gátu kynbeygt ættarnöfn sín; ef bróðirinn t. d hét Titus Comelius, þá hét systirin t. d. Claudia Comelia. Þetta getum vér eigi, en í þess stað getur islenzkan þolað að karlar beri, ef vill, kvenkend viðurnefni og konur karlkend, svo sem ótal dæma að fornu og nýju sýnir. Með ýmsu því sem hér er sagt vona eg að hafa sýnt, að ættarnefnakerfi herra G. Kambans er óhæfur grund- völlur fyrir íslenzkumyndun ættarnafna alment, þótt sum nöfnin hjá honum séu miklu betri en það flest, er vér áður höfum átt að venjast af þessu dóti. Frá sjónarmiði þjóð- ernisins er hér um afar-mikilvægt málefni að ræða, svo nauðsyn ber til að hugsa þetta rækilega og hrapa að engu. Yæri því gott, að sem flestir menn, er til þess eru hæfir, vildi rita og ræða sem vandlegast um mál þetta frá öllum hliðum. En sjálfur er eg fremur efablandinn um, að auðvelt verði að koma alment þeim umbótum á ættarnöfnin að tungumál vort verði óskemt af upptöku þeirra.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.