Skírnir - 01.01.1909, Page 66
€6
Kvenréttindahreyfingin í Ameriku.
fiúið höfðu og síðar voru keyptir úr ánauð af nokkrum
kvekarakonum), Mrs. L. Mott og ýmsir fleiri frægir karl-
ar og konur fyrir baráttu sína fyrir þrælafrelsinu, bæðí
frá Nýja Englandi, New-Yorkríkinu, Ohio og Pensylvaniu,
Á þessum fundi var kvenréttindafélags-samband Banda-
ríkjanna stofnað, með stjórn af kjörnum fulltrúum frá
hverju ríkissambandsfélagi, sem aftur hafði sína sam-
bandsstjórn innan hvers ríkis. öll þessi félög sameinuð-
ust nú í aðalsambandsstjórn kvenréttindafélaga Bandaríkj-
anna, með sameiginlegu ársþingi á tilteknum stað og tíma.
Þetta fyrirkomulag hefir til skamms tíma verið haft að
fyrirmynd allra aunara kvenréttinda-landsfélaga.
Á þessum fundi voru ýms kvenréttindamál i'ædd.
T. d. um rétt mæðra yfir börnum sínum, rétt kvenna til
að stunda læknisfræðinám við háskóla, sem engin kona
hafði áður fengið. Ymsar ákvarðanir voru einnig gerðar
samskonar og á fundinum í Seneca Falls. En efst á blaði
af öllum réttarkröfum kvenna var nú sett krafan um
pólitískan kosningarrétt, sem lykillinn að öllum öðrurn
réttarbótum þeirra. Þetta mál kvaðst Garrison álita mik-
ilsverðasta málið í allri mannkynssögunni.
Ýmislegt fleira var rætt á þessum fundi; t. d. hrakti
Antoinette Brown mótbáru prestanna gegn því að konur
tækju þátt í opinberum umræðum mála. Hún var fyrsta
konan, sem stundaði guðfræðinám, og var vígð til prests
sama árið.
Eftir greinilegum fundarskýrslum blaðanna barst frétt-
in um fund þennan til Englands og varð fyrsta ástæðan
til fyrstu ritgerða J. Stuarts Mill og konu hans um þetta
efni, og kröfu hans í parlamentinu um kosningarrétt
kvenna. Þessar undirtektir jafn-frægs manns styrkti
amerískar konur aftur í baráttunni til að heimta rétt
sinn óskiftan, hverjir sem í móti mæltu.
Kvenréttindafélögin fóru eftir þetta að þjóta upp og
vinum þeirra fjölgaði með degi hverjum. Allflestar ágæt-
ustu konur Ameríku gengu í lið með forsprökkunum.
Og sjálfar héldu þær ekki kyrru fyrir, heldur ferðuðust