Skírnir - 01.01.1909, Page 43
Ur ferðasögu.
43
hefir rist þetta niður úr honum og hefir þó fimbulvetur ísaldar
gengið yfir, síðan fljótsbotninn lá svo miklu hærra en nú.
Skamt frd Innsbruck er á hjalla þessum þorpið Hötting,
en þar nálsegt hefir A. Penck gert ýmsar nú frægar athuganir,
sem sýna, að ýmist hefir dalur þessi verið fullur af jökli, hæst
upp í hlíðar, eða loftslag jafnvel mildara en það er nú, og því
enginn jökull í dalnum eða nálægt. Hafa jarðfræðingar víða úr ver-
öld komið til Innsbruck til að skoða þessa merkilegu staði, en
þó held eg mér sé óhætt að segja, að þeir taki ekki fram, eða
jafnist ekki einu sinni á við ýmsa staði á íslandi, að því er þann
fróðleik snertir. sem þar má fá um hina undraverðu sögu ís-
aldanna.
2.
Innsbruck var um þetta leyti í uppnámi út af athæfi há-
skólakennara eins er Wahrmund hét. Lesandinn má nú samt
ekki ætla, að Wahrmund hafi neina óhæfu aðhafst, er nokkurn
veginn óhleypidæmir menn mundu telja svo; hann haíði að
eins í riti komið eitthvað óþægilega við sannleikshatur kaþólsku
kirkjunnar. Þetta var auðvitað óvarlega gert af kennara við
kaþólskan háskóla, og klerkastéttin reis nú upp og með henni
aðall og stóreignamenn, kváðu Wahrmund hafa svívirt trúar-
brögðin og ætti hann að rekast frá háskólanum. Varð af þessu
mikið uppþot, því að nemendum eigi að eins við háskólann í
Innsbruck, heldur einnig við Vínarháskóla (þar sem eru um
9000 nemendur) og aðra háskóla í Austurriki, þótti sem von
var, að hér væri hin mesta hætta á ferðum andlegu frelsi, ef
klerkar kæmu sínu fram um Wahrmund, og heimtuðu þeir að
hann fengi að vera kyr i embætti sinu. A móti Wahrmund
var eigi að eins fyrirfólk og klerkar, heldur einnig meiri hluti
bænda i Tirol, því að þeir eru mjög i tjóðurbandi klerka, og
áttu þeir hægt með að telja bændum trú um, að þessi djarfi
háskólakennari væri óvinur guðs og manna og óheill mundi
landinu standa af sliku guðleysi. Þyrptust bændur nú ril Inns-
bruck og höfðu hótanir í frammi.
Hóp af tirólskum bændum sá eg í veitingagarði nálægt
Iselfelli, þar sem Andreas Hofer, þjóðhetja Tirolinga og menn