Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 5

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 5
Skapstórar konur. 5 fóstra sinn út í opinn dauðann, þegar hann hefir unnið þetta verk. Hallgerður fastnar sig sjálf hið þriðja sinn, einhverj- um glæsilegasta, drenglyndasta og hreinhjartaðasta kapp- anum á söguöld vorri, Gunnari Hámundarsyni að Hlíðar- enda. Sjálfsagt heflr svo verið litið á, sem hetra gjaforð gæti engin kona fengið á Islandi. En ekki verður henni það að öðru en hinu megnasta óláni. Hún lendir i fjand- skap við beztu vini ttunnars. Þið munið upptökin; Hall- gerður átti þau ekki. Þau hjónin eru í heimboði að Berg- þórshvoli hjá Njáli og Bergþóru konu hans. Þegar þau höfðu verið þar nokkura hríð, kom Helgi Njálsson og Þór- halla kona hans heim. Þá gekk Bergþóra að pallinum og Þórhalla með henni, og Bergþóra mælti til Hallgerðar: »Þú skalt þoka fyrir konu þessi«. Forfeðrum okkar var það viðkvæmt mál, hvar þeim var ætlað sæti í samkvæmum. Sumum mönnum er það í meira lagi viðkvæmt enn. Meðan eg átti heima í Can- ada, neitaði erkibiskup kaþólskra manna í Quebec að þiggja boð landstjórans, af því að honum var ekki ætlað að sitja við hliðina á honum. Meiri árangur hefir enn ekki orðið sumstaðar í kirkju Krists af þeirri viðvörun meistarans, að sækjast ekki eftir hinum æðstu sætum. Fornmenn hafa sjálfsagt oft verið í vandræðum út af því stærilæti gesta sinna En stundum réðu hinir beztu og vitrustu menn frain úr þeim örðugleikum og réttu húsráðendum hjálpar- hönd. Við sjáum það á Njálu. Þegar hún hefir skýrt frá því, hvernig nokkurum af höíðingjunum var skipað í brúð- kaupi Gunnars á Hlíðarenda, segir hún það af IIolta-Þóri, bróður Njáls, að hann hafi viljað sitja yztur virðingamanna; því at þá þótti hverjum gott þar sem sat. Hallgerði þykir sér nú svívirðing ger. Og það hefði sjálfsagt fleiri konum þótt í hennar sporum á þeim tímum. Hún er af engu ógöfugri ættum en Þórhalla. Maður henn- ar hefir unnið sér miklu meira til frægðar en maður Þór- höllu. Sjálf er hún eldri kona en Þórhalla og vafalaust miklum miklum mun fríðari sýnum og glæsilegri. Og hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.