Skírnir - 01.01.1909, Page 49
Yistaskifti
49
Eg fór að gráta. Eg fann, að eg raundi hafa verið
i þeim hópnum, og að á almennum bændafundi mundi
hafa verið farið um mig smánarorðum.
— Já-já? Hverjir voru þá þessir verstu? sagði Þor-
gerður. Henni var, auðheyrt, farið að sárleiðast, hvað
tregt gekk að toga út úr honum fréttirnar.
— Þeir, sem menn eru verstir við, sagði Jón. . . .
Vertu ekki að gráta, Steini. Þú verður ekki drepinn.
Það var vitanlega huggun. Samt grét eg enn hærra.
— Hvað ertu að öskra þetta, Steini? sagði Þorgerður.
Ekki þarftu að vera hræddur um, að þú hafir verið á
neinu undirhoði. Eg læt þig aldrei fara. Eg hefi marg-
sagt það.
Nú skildi eg, að undirboð stæði eitthvað í sambandi
við vistaskifti. Og að vistaskifta yrði mér aldrei auðið.
Hg hélt áfram að gráta.
— Hvenær hefirðu sagt það? sagði Jón.
— Er eg ekki nýbúin að segja, að eg hafi margsagt
það ? Og líklegast ræð eg s v o litlu.
Nú stóð Jón upp og fór í vasann á treyjunni sinni;
hún hékk uppi yfir höfðagaflinum á rúminu hans. Hann
tók þar upp pelaglas sitt, saup á því ósleitilega, stakk
því niður aftur, settist á rúmið, hvesti augun á Þorgerði
og var harðneskjulegur í málrómnum:
— Ekki er það nú víst, sagði hann.
Mér hnykti svo við, að eg hætti að gráta.
— Hver ætli ráði því? . . . Þ ú? sagði Þorgerður.
Og lotningin fyrir eiginmanni hennar var ekki sem
auðheyrðust í rómnum.
— Hvað segirðu um sveitarstjórnina? sagði Jón . . .
Ólafur á Grili vildi fá hann.
— Fyrir hvað ? sagði Þorgerður.
— Sama og þú.
— Ekki fara þeir þá að færa hann til.
— Finnur á Hóli vildi fá hann.
— Fyrir hvað?
— Tiu krónum minna.
4