Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 20

Skírnir - 01.01.1909, Page 20
20 Skapstórar konur. haft mjög mikla ástæðu til þess að ætla, að Kjartan mundi ekki koma til íslands að sinni. Olafur konungur býður honum systur sina, eftir því sem Laxdæla segir. Og atferli Kjartans í Noregi hefir ekki borið þess merki, að hann væri neitt um Guðrúnu að hugsa. Bolli hefir sjálfur orð á því við Kjartan, að félagar hans hafi það fyrir satt, að hann muni fátt það, er á íslandi sé til skemtunar, þegar hann sitji á tali við Ingibjörgu konungs- systur. Kjartan eyðir reyndar öllu umtali um mægðir sínar við konung. En hann talar ekkert um útkomu sína til Islands, og biður ekki einu sinni að heilsa Guðrúnu sérstaklega. Guðrún er honum ekki heldur heitin. Svo að það verður ekki séð af Laxdælu, að Bolli hafi vísvit- andi reynst Kjartani neitt illa, þegar hann hóf bónorð sitt til Guðrúnar. Og eftir heimkomu Kjartans er hon- um það sýnilega hið mesta áhugamál að halda vináttu við Kjartan, svo þunglega sem á horfðist. Hann lætur aldrei spilla sér, hvað reiðir sem mágar hans verða, og hvað reið sem kona hans verður, og hvað mikið sem Kjartan gerir á hluta þeirra. Hann hefir fest þá trygð við Kjartan, sem er óslítandi. Þetta veit Guðrún. Og nú fer hún til Bolla til þess að biðja hann að sitja fyrir Kjartani um daginn með þeim bræðrum hennar. Bolli færist undan. Hann bendir henni á frændsemi þeirra Kjartans, og hversu ástsamlega Ólaf- ur, faðir Kjartans, hafði hann upp fæddan. Guðrún sam- sinnir því. En hún segir, að nú beri hann ekki lengur giftu til að gera svo öllum líki, og skerist hann undan förinni, þá sé lokið þeirra samförum. Hún veit, að þar er höggstaðurinn; þar er hann hlífarlaus fyrir. Hann ann henni svo mikið, að hann má ekki af henni sjá. Hún er honum meira en fósturforeldrar og ástkær vinur. Hún er honum meira en drengskapurinn sjálfur. Hún er honum alt. Með þeim hætti fær hún kúgað hann til þess að leggja af stað þess erindis að taka af lífi þann mann- inn, sem hann unni mest næst sjálfri henni. Þ a ð er

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.