Skírnir - 01.01.1909, Page 10
10
Skapstórar konur.
Ofan á þetta bætast eftirköstin eftir þjófnaðinn í
Kirkjubæ. Gunnar kemur heim af þingi með fjölda manns.
Hallgerður ber mat á borð, ost og smjör. Gunnar veit
ekki slíks matar von, og spyr, hvaðan hann sé kominn.
Hallgerður færist undan svöi'um og segir það ekki karla
að annast um matreiðu. Gunnar reiðist, segir það ilt,
ef hann sé þjófsnautur og lýstur hana kinnhest.
Hún verður að bera matinn af borðinu aftur og koma
með annan mat. Þessi mikla smán er henni gerð í viður
vist margra manna. Þann kinnhest kveðst hún skyldu
muna og launa, ef hún mætti. Hún fyrirgefur hann
aldrei. Frá þeirri stund heíir hún vafalaust hatað mann
sinn, og sennilega aldrei gleymt hatrinu nokkurt augnablik.
Sjö árum síðar, eða þar um bil, gefst henni kostur á
að launa kinnhestinn. Gunnar er orðinn sekur, hefir verið
dæmdur til utanfarar og er réttdræpur óvinum sinum, ef
hann legst þá för undir höfuð. Hann getur ekki slitið
sig burt frá landinu, vill heldur leggja út í nokkurn veginn
vísan dauðann. Og nú hafa óvinir hans sótt hann heim
með ofurefli liðs. Hann er einn til varnar. Bogi hans er
það vopnið, sem hann fær bezt við komið. En boga-
strengurinn hefir verið höggvinn sundur fyrir honum.
Hallgerður heldur enn hárinu mikla og fagra, þó að hún
sé orðin nokkuð roskin kona. Gunnar segir þá við hana:
»Fá mér leppa tvá ór hári þínu ok snúið þit móðir mín
saman til bogastrengs mér«. »Liggr þér nakkvat við?«
segir hún. »Líf mitt liggr við«, segir hann, »því at þeir
munu mik aldri fá sóttan, meðan ek kem boganum við«.
»Þá skal ek nú«, segir hún«, »muna þér kinnhestinn; ok
hirði ek aldri, hvárt þú ver þik lengr eða skemr«. »Hefir
hverr til síns ágætis nakkvat«, segir Gunnar, »ok skal
þik þessa eigi lengi biðja«. Að nokkurri stund liðinni er
hann drepinn eftir frábæra vörn.
Hallgerður heíir þá komið fram hefnd sinni, og það
greinilegar, en hún hefir að líkindum gert sér nokkura
von um. En hverju er hún nær? Er hún nokkuð sælli
kona eftir en áður? Því fer svo fjarri, að svo virðist,