Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 6
6
Skapstórar konur.
lítur svo á, sem hún hafi ekki til þessa unnið. Hún hefir
einmitt skipað þessari Þórhöllu hið næsta sér í brúðkaupi
sínu. »Hvergi mun ek þoka«, segir hún, »því at engi
hornkerling vil ek vera«. »Ek skal hér ráða«, segir
Bergþóra. Og svo varð að vera, sem hún vildi. Hall-
gerður reynir að ná sér niðri með því að stríða Bergþóru
á því, að hún hafi kartneglur og að maður hennar sé
skegglaus. Bergþóra svarar með enn meiri móðgunar-
yrðum, bregður henni um, að hún hafi ráðið fyrsta manni
sínum bana. Hallgerði verður æ skapþyngra. »Fyrir
litit kemr mér«, segir hún, »at eiga þann mann, er vask-
astr er á Islandi, ef þú hefnir eigi þessa, Ounnarr«.
Hann fer heim með hana úr miðri veizlunni — enda hefir
honum naumast lengur verið sætt — og kennir henni um
alla deiluna.
Eftir þetta verður Hallgerður um nokkur ár beinlínis
og óbeinlínis völd að mörgum manndrápum. Hún hefnir
svívirðingarinnar á Bergþórshvoli með því að láta drepa
þræl Bergþóru. Bergþóra vill ekki láta hana eiga hjá
sér, og gerir henni sömu skil. Og að lokum láta þær
ekki drepa þræla hvor fyrir annarri, heldur beztu vini
þeirra.
Enn hefir Hallgerður, eftir því sem mér virðist, naum-
ast hafst neitt annað að en það, sem nokkurn veginn
mátti búast við af skapstórri og skapharðri höfðingja og
víkingsdóttur. Sé litið á atferli hennar nútíðaraugum,
verður það auðvitað ein samfeld glæpafesti. En menn
verða að gæta að aldarfarinu. A þeim tímum er það ekki
að eins óvirðing, heldur og æruleysi, sem sviftir menn
borgaralegum réttindum, að hefna sín ekki. Ekkert tek-
ur metnaðar- og virðingamenn með forfeðrum vorum jafn-
sárt og það, ef vandamenn þeirra leggjast þá skyldu
undir höfuð. Fornsögur okkar eru fullar af slíkum dæm-
um. Eg skal að eins geta eins.
Þegar ögmundur dyttur, frændi Víga-Glúms, fer utan
hið fyrra sinn, fer har.n svo óvarlega við Noreg, að hann
sigiir í kaf langskip, sem einn af vinum Hákonar Hlaða-