Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 34

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 34
34 Ur ferðasögu. þeim, sem mestir eru hugkvæmdarmenn og víðskygnastir, að lita fram. Orðið framtíð fær nýa merkingu; má svo að orði komast, að nú fyrst er verðandispekin kemur til sögunnar, sé það uppgötvað, að mannkynið á framtíð fyrir höndum. Eg hefi áður í þessu tímariti (í ritgerð um upptök mann- kynsins) minst lítið eitt á Lamarck og afstöðu hans við Lyell, Spencer og Danvin. Má svo segja, að þeir sem helzt eru taldir frumherjar verðandispekinnar, Spencer og Danvin standi á herð- um Lamarcks. Verðandispekinni hefir verið líkt við sjónarturn þann, sem mest útsýni veitir; en hinir miklu byggingarmeistarar þessa sjónarturns áttu of annríkt og örðugt við að reisa hann, til þess að þeir gæti til fulls notið útsýnisins sjálfir. En þeir höfðu áunnið það, að jafningjar þeirra — eða þó að nokkru minni menn væri, — sem á eftir þeim kæmu, gæti séð lengra en þeir. Ur þessum hæðum er það nú sem Nietzsche sér einhvers- staðar fram á ókominni öld, yfirmennið, æðri veru en manninn og þó af honum komna. Og Væri nú engin furða, þótt sumt kunni að vera missýningar. þar sem svo er ervitt að sjá. En hann sér líka, að það er engin örlaga nauðsyn, að framtíð mann- kynsins verði furðulega dýrðleg, hún gæti orðið á alt aðra leið ef rangt er að farið. Þess vegna stendur honum ótti af skað- semi bölsýnismannsins, sem níðir lífið og óskar þess að hann hefði aldrei fæðst; að visu hlær hann að »optimistunum«, bjart- sýnismönnunum, þykir þeir heimskir, að sjá ekki hið illa. En hann elskar lífið þrátt fyrir alt; kvalir og þjáningar er engin ástæða gegn lífinu segir hann, og hann þekti þetta of vel af eigin reynd, þó að hann hefði verið hraustur unglingur og væri jafnvel á síðari starfsárum sinum vel hress á milli, eins og verk hans bera með sér. Hann segir einhverstaðar, að það, sem hann hafi skrifað með höfuðverk, striki hann vanalega út aftur. Nietzsche hefir líklega hugleitt flest það sem heimspeking- um hefir verið íhugunarefni og jafnvel fleira; hans arnfleygi hug- ur eins og sveimaði yfir tilverunni og skimaði eftir leiðinni að beztu framtíð mannkynsins. Ervið leit vissulega og mikilfeng- leg. Sennilega má svo að orði komast, að það hafi verið líkleg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.