Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 28

Skírnir - 01.01.1909, Page 28
28 Ur ferðasögu. nokkurn tíma vilja gefa 650 mörk fyrir eitt sendibréf frá hon- um, eins og nú hafði verið gert fyrir skömmu. Eitt af þvi sem Schiller taldi sitt mesta lán, var sú velvild og viðurkenning, sem Goethe sýndi honum síðustu árin, og er alúðarvinátta þessara tveggja snillinga eitt hið geðfeldasta, sem bókmentasagan hermir frá. Það er altítt, að menn nefna í sömu andránni Schiller og Goethe, og í daglegu máli má oft í þýzkumælandi löndum heyra menn eigna Goethe ýmislegt af því sem Schiller hefir kveðið, og þvert á móti. Ber slíkt nú raunar ekki vott um mjög næmt eyra eða smekk; það er engu betra en að eigna Jónasi hend- ingar t. d. eftir Kristján Jónsson eða Jón Thoroddsen (eða á hinn veginn). Betur og betur kemur það í ljós, að Goethe hafði höfuð og herðar yfir Schiller og jafnvel meira; og er við því að búast. Því að jafnvel þó að gjörvuleikur hefði verið jafn, þá var gæfunni ólíkt farið. Goethe lifði til hárrar elli — þó að oss þyki slíks mann ævi altaf of stutt — og hann var altaf að læra. En Schiller dó fyrir örlög fram á bezta aldri, og fekk ekki að njóta sín fyrir fátækt, fyr en það var um seinan. En samt fyllir nafn Schillers oss djúpri virðingu; góður sundmaður var Kjartan þó að hann væri ekki jafningi Olafs Tryggvasonar, og það eru fleiri tindar háir en þeir allrahæstu. Goethe hlotnaðist það lán, að kynnast ungur hertoganum í Sachsen-Weimar, er Karl Agúst hét; þótti hertoganum þegar svo mikið til Goethe koma, að hann bauð honum með sér að vera og vináttu sína. Það þá Goethe og hélst sú vinátta með- an þeir lifðu báðir. Eitt til marks um hvað mikið mönnum fanst um Goethe, eru orð Wielands, sem var frægt skáld á sinni tið, og gamall orðinn þá; sál mín er eins gagntekin af Goethe, sagði hann, eins og daggardropi af morgunsólinni. Hertoganum þótti fátt of gott handa Goethe og gaf hon- um fyrst Garðhúsið svonefnda, en síðan nnnað stærra hús, þar sem Goethe-safnið er nú, og er það nálægt hertogahöllinni. Bjó Goethe í Garðhúsinu fyrstu sjö árin sem hann var í Weimar, en fór þangað oft síðan þegar hann vildi hafa betra næði til óðs — og ef til vill ásta — en honum gafst inni í bænum. Stendur Garðhúsið í brekku og er fagurt þaðan að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.