Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1909, Page 19

Skírnir - 01.01.1909, Page 19
Skapstórar konur. 19 að draga úr ofsanum. Guðrún talaði fæst um; »en þó fundu menn þat á orðum hennar, at eigi væri víst, hvárt öðrum lægi í meira rúmi en henni«. Og síðasta bragðið, sem Kjartan leggur á Guðrúnu, er það, að hann kúgar mann til þess að rjúfa samninga um jörð, sem hnnn hafði lofað að selja þeimBolla og henni, og þau ætluðu að flytjast á. Nú er það, að Guðrún ræður af að taka Kjartan af lífi. Hún þykist sjá það, sem sennilega hefir verið rétt athugað, að þau Bolli mundu verða að hrökkva úr hér- aðinu, ef þessu færi fram. Hún fór þaðan síðar sjálf- krafa í því skyni að firrast nábýli við Hjarðhyltinga. En undan Kjartani vill hún ekki hrökkva. Þegar er hún fréttir, hvernig farið hafi um jarðakaupin, fer hún að ögra manni sínum og eggja hann til hefnda. Hann svarar engu og gengur þegar af þessu tali. Hún vekur máls á því síðar með nöprum storkunarorðum. Hann »lét sem hann heyrði eigi, sem jafnan, er Kjartani var hallmælt, því at hann var vanr at þegja eða mæla í móti«, segir Laxdæla. Svo er það einn morgun, að Guðrún er mjög snemma á fótum. Hún veit, að þann dag verður Kjartan á ferð um sveitina við annan eða þriðja mann. Hún vekur bræður sína og eggjar þá svo fast með sárbeittum ögrun- arorðum, að þeir ráða af að sitja fyrir Kjartani um dag- inn. Því næst fremur hún eitt af þeim mestu níðings- verkum, sem fornsögur okkar segja frá. Hún fer til Bolla og biður hann til ferðar með þeim. Bolli hefir verið al- inn upp af foreldrum Kjartans, og þau unnu honum ekki minna en sínum börnum. Hann heíir elskað Kjartan mest allra manna. Og svo virðist honum enn vera farið. Laxdæla, sem er afar-hlutdræg Kjartani, sýnir það, að Kjartan hefir verið örðugur Bolla eftir heimkomuna, að hann hefir þykst við það, að Bolli hefir gengið að eiga Guðrúnu í fjarvist hans. En Laxdæla sýnir ekki, að Bolli hafi í raun og veru neitt til unnið, að hann hafi nokkuru sinni gert neitt á hluta Kjartans vísvitandi. Segi Laxdæla rétt frá atvikum í Noregi, þá hefir Bolli 2*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.