Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 2

Skírnir - 01.01.1909, Blaðsíða 2
2 Skapstórar konur Hér er hver harmsöguþátturinn öðrum stórfeldari og átakanlegri. Það er engin furða, að þessar konur hafi orðið íslendingum fastar í minni. Eg veit það, að Njála og Laxdæla eru ykkur öllum kunnar. Svo að því leyti er það að bera í bakkafullan lækinn að segja ykkur nokkuð úr þeim. En eg minnist þess jafnframt, að eitt af skáldum okkar, sem alla síua æfl hafði setið við lindir Norðurálfu-mentunarinnar, yrkir um það, að hann sé leiður á öllu utan Islendingasögum. Og eg veit það líka, að flestir Islendingar geta lesið Njálu og Laxdælu, hvað oft sem þeir hafa lesið þær áður — alveg að sínu leyti eins og okkur getur verið yndi að þvi að líta yfir það útsýnið, sem við unnum mest, þó að við höfum séð það í gær, og þó að við höfum séð það í fyrra, og þó að við höfuni séð það dag eftir dag og ár eftir ár og áratug eftir áratug, og þó að við þekkjum hvert fjallið í því eins og rúmið okkar, og hvern stein, og hvern hól, og hverja lækjarsprænu, og alt, sem þar er að sjá. Þess vegna er eg að vona, að þið takið ekki hart á mér, þó að eg rifji upp nokkur af æfiatriðum þessara kvenna. Eg skal láta þess nú þegar getið til skýringar, að eg geri það í því skyni, að einhverju okkar kunni að verða ljós- ara eftir en áður, hvernig á öllum þessum einkennilegu og ógleymanlegu æfilokum stendur. Við rennum þá fyrst augunum til Hallgerðar. Fáa mundi hafa grunað það, þegar hún var barn heima hjá föður sínum, að hún mundi nokkuru sinni lúta svo lágt á ofanverðum árum sínum, sem Njála gefur í skyn. Reyndar segir sagan okkur, að Hrútur föðurbróðir hennar hafi haft orð á því við föður hennar, að hún hefði þjófs- augu. En við getum gengið að þvi vísu, að það sé munn- mæla-tilbúningur síðari tima. Hrútur var alt of mikið ljúfmenni og prúðmenni til þess að láta sér slíkt um munn fara uci saklaust barnið — þó að hann hefði eitthvað séð. Og hann hefir að líkindum ekkert séð, annað en það sem allir sáu, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.