Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1909, Side 2

Skírnir - 01.01.1909, Side 2
2 Skapstórar konur Hér er hver harmsöguþátturinn öðrum stórfeldari og átakanlegri. Það er engin furða, að þessar konur hafi orðið íslendingum fastar í minni. Eg veit það, að Njála og Laxdæla eru ykkur öllum kunnar. Svo að því leyti er það að bera í bakkafullan lækinn að segja ykkur nokkuð úr þeim. En eg minnist þess jafnframt, að eitt af skáldum okkar, sem alla síua æfl hafði setið við lindir Norðurálfu-mentunarinnar, yrkir um það, að hann sé leiður á öllu utan Islendingasögum. Og eg veit það líka, að flestir Islendingar geta lesið Njálu og Laxdælu, hvað oft sem þeir hafa lesið þær áður — alveg að sínu leyti eins og okkur getur verið yndi að þvi að líta yfir það útsýnið, sem við unnum mest, þó að við höfum séð það í gær, og þó að við höfum séð það í fyrra, og þó að við höfuni séð það dag eftir dag og ár eftir ár og áratug eftir áratug, og þó að við þekkjum hvert fjallið í því eins og rúmið okkar, og hvern stein, og hvern hól, og hverja lækjarsprænu, og alt, sem þar er að sjá. Þess vegna er eg að vona, að þið takið ekki hart á mér, þó að eg rifji upp nokkur af æfiatriðum þessara kvenna. Eg skal láta þess nú þegar getið til skýringar, að eg geri það í því skyni, að einhverju okkar kunni að verða ljós- ara eftir en áður, hvernig á öllum þessum einkennilegu og ógleymanlegu æfilokum stendur. Við rennum þá fyrst augunum til Hallgerðar. Fáa mundi hafa grunað það, þegar hún var barn heima hjá föður sínum, að hún mundi nokkuru sinni lúta svo lágt á ofanverðum árum sínum, sem Njála gefur í skyn. Reyndar segir sagan okkur, að Hrútur föðurbróðir hennar hafi haft orð á því við föður hennar, að hún hefði þjófs- augu. En við getum gengið að þvi vísu, að það sé munn- mæla-tilbúningur síðari tima. Hrútur var alt of mikið ljúfmenni og prúðmenni til þess að láta sér slíkt um munn fara uci saklaust barnið — þó að hann hefði eitthvað séð. Og hann hefir að líkindum ekkert séð, annað en það sem allir sáu, að

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.